Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 10. júlí 2020 22:07
Mist Rúnarsdóttir
Þórdís Hrönn laus úr sóttkví: Loksins sigur
Kvenaboltinn
Þórdís og félagar eru lausar úr sóttkví og á leið í 8-liða úrslit
Þórdís og félagar eru lausar úr sóttkví og á leið í 8-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega mikill léttir. Loksins sigur á heimavelli og bara í sumar. Gott að byrja á sigri eftir sóttkví,“ sagði KR-ingurinn Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir 4-1 sigur á Tindastól í bikarnum.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 Tindastóll

KR-ingar fóru ekki vel af stað í deildinni í sumar og voru svo eitt þeirra liða sem þurftu að fara í tveggja vikna sóttkví. Margir voru spenntir að sjá hvernig liðið myndi snúa aftur á völlinn en fyrst um sinn virtist martröð Vesturbæinga ætla að halda áfram því liðið var í miklu brasi í fyrri hálfleik. KR-liðið kom hinsvegar mjög öflugt til leiks í þeim síðari og uppskar að lokum öruggan sigur.

„Við vorum ekki sáttar með okkur í hálfleik og komum brjálaðar út í seinni hálfleik. Við vildum vera þolinmóðari og þora að keyra á þær. Spila boltanum og ekki stressa okkur á síðasta þriðjungi eins og við höfum verið að gera í sumar. Það tókst bara.“

Fyrsta mark KR í leiknum kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en Þórdís átti þá gullfallega stoðsendingu.

„Ég var búin að fá þau skilaboð að ég ætti að vera dugleg að koma upp kantinn fyrst ég var sett í bakvörð. Thelma Lóa er ótrúlega hröð og góð. Ég átti góðan bolta á hana og hún tók hann eins og einhver snillingur þarna frammi og sett‘ann.“

Þórdís Hrönn horfir bjartsýn á framhaldið eftir krefjandi vikur.

„Það var smá skellur að tapa 6-0 og fara svo beint í sóttkví. En það var margt til þess að læra af. Við gátum kúplað okkur aðeins niður og hugsað um okkur. Við ætlum að koma sterkari til baka,“ sagði leikmaðurinn knái sem er sama hverjum KR mætir í 8-liða úrslitum bikarsins.

„Til í allt. Bikar er bikar og sama hvaða lið það er, þetta verða alltaf hörkuleikir.“

Horfðu á allt viðtalið við Þórdísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir