Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 10. júlí 2020 22:07
Mist Rúnarsdóttir
Þórdís Hrönn laus úr sóttkví: Loksins sigur
Kvenaboltinn
Þórdís og félagar eru lausar úr sóttkví og á leið í 8-liða úrslit
Þórdís og félagar eru lausar úr sóttkví og á leið í 8-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega mikill léttir. Loksins sigur á heimavelli og bara í sumar. Gott að byrja á sigri eftir sóttkví,“ sagði KR-ingurinn Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir 4-1 sigur á Tindastól í bikarnum.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 Tindastóll

KR-ingar fóru ekki vel af stað í deildinni í sumar og voru svo eitt þeirra liða sem þurftu að fara í tveggja vikna sóttkví. Margir voru spenntir að sjá hvernig liðið myndi snúa aftur á völlinn en fyrst um sinn virtist martröð Vesturbæinga ætla að halda áfram því liðið var í miklu brasi í fyrri hálfleik. KR-liðið kom hinsvegar mjög öflugt til leiks í þeim síðari og uppskar að lokum öruggan sigur.

„Við vorum ekki sáttar með okkur í hálfleik og komum brjálaðar út í seinni hálfleik. Við vildum vera þolinmóðari og þora að keyra á þær. Spila boltanum og ekki stressa okkur á síðasta þriðjungi eins og við höfum verið að gera í sumar. Það tókst bara.“

Fyrsta mark KR í leiknum kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en Þórdís átti þá gullfallega stoðsendingu.

„Ég var búin að fá þau skilaboð að ég ætti að vera dugleg að koma upp kantinn fyrst ég var sett í bakvörð. Thelma Lóa er ótrúlega hröð og góð. Ég átti góðan bolta á hana og hún tók hann eins og einhver snillingur þarna frammi og sett‘ann.“

Þórdís Hrönn horfir bjartsýn á framhaldið eftir krefjandi vikur.

„Það var smá skellur að tapa 6-0 og fara svo beint í sóttkví. En það var margt til þess að læra af. Við gátum kúplað okkur aðeins niður og hugsað um okkur. Við ætlum að koma sterkari til baka,“ sagði leikmaðurinn knái sem er sama hverjum KR mætir í 8-liða úrslitum bikarsins.

„Til í allt. Bikar er bikar og sama hvaða lið það er, þetta verða alltaf hörkuleikir.“

Horfðu á allt viðtalið við Þórdísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner