Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 10. júlí 2020 22:07
Mist Rúnarsdóttir
Þórdís Hrönn laus úr sóttkví: Loksins sigur
Kvenaboltinn
Þórdís og félagar eru lausar úr sóttkví og á leið í 8-liða úrslit
Þórdís og félagar eru lausar úr sóttkví og á leið í 8-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega mikill léttir. Loksins sigur á heimavelli og bara í sumar. Gott að byrja á sigri eftir sóttkví,“ sagði KR-ingurinn Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir 4-1 sigur á Tindastól í bikarnum.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 Tindastóll

KR-ingar fóru ekki vel af stað í deildinni í sumar og voru svo eitt þeirra liða sem þurftu að fara í tveggja vikna sóttkví. Margir voru spenntir að sjá hvernig liðið myndi snúa aftur á völlinn en fyrst um sinn virtist martröð Vesturbæinga ætla að halda áfram því liðið var í miklu brasi í fyrri hálfleik. KR-liðið kom hinsvegar mjög öflugt til leiks í þeim síðari og uppskar að lokum öruggan sigur.

„Við vorum ekki sáttar með okkur í hálfleik og komum brjálaðar út í seinni hálfleik. Við vildum vera þolinmóðari og þora að keyra á þær. Spila boltanum og ekki stressa okkur á síðasta þriðjungi eins og við höfum verið að gera í sumar. Það tókst bara.“

Fyrsta mark KR í leiknum kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en Þórdís átti þá gullfallega stoðsendingu.

„Ég var búin að fá þau skilaboð að ég ætti að vera dugleg að koma upp kantinn fyrst ég var sett í bakvörð. Thelma Lóa er ótrúlega hröð og góð. Ég átti góðan bolta á hana og hún tók hann eins og einhver snillingur þarna frammi og sett‘ann.“

Þórdís Hrönn horfir bjartsýn á framhaldið eftir krefjandi vikur.

„Það var smá skellur að tapa 6-0 og fara svo beint í sóttkví. En það var margt til þess að læra af. Við gátum kúplað okkur aðeins niður og hugsað um okkur. Við ætlum að koma sterkari til baka,“ sagði leikmaðurinn knái sem er sama hverjum KR mætir í 8-liða úrslitum bikarsins.

„Til í allt. Bikar er bikar og sama hvaða lið það er, þetta verða alltaf hörkuleikir.“

Horfðu á allt viðtalið við Þórdísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner