Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fös 10. júlí 2020 22:07
Mist Rúnarsdóttir
Þórdís Hrönn laus úr sóttkví: Loksins sigur
Kvenaboltinn
Þórdís og félagar eru lausar úr sóttkví og á leið í 8-liða úrslit
Þórdís og félagar eru lausar úr sóttkví og á leið í 8-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega mikill léttir. Loksins sigur á heimavelli og bara í sumar. Gott að byrja á sigri eftir sóttkví,“ sagði KR-ingurinn Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir 4-1 sigur á Tindastól í bikarnum.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 Tindastóll

KR-ingar fóru ekki vel af stað í deildinni í sumar og voru svo eitt þeirra liða sem þurftu að fara í tveggja vikna sóttkví. Margir voru spenntir að sjá hvernig liðið myndi snúa aftur á völlinn en fyrst um sinn virtist martröð Vesturbæinga ætla að halda áfram því liðið var í miklu brasi í fyrri hálfleik. KR-liðið kom hinsvegar mjög öflugt til leiks í þeim síðari og uppskar að lokum öruggan sigur.

„Við vorum ekki sáttar með okkur í hálfleik og komum brjálaðar út í seinni hálfleik. Við vildum vera þolinmóðari og þora að keyra á þær. Spila boltanum og ekki stressa okkur á síðasta þriðjungi eins og við höfum verið að gera í sumar. Það tókst bara.“

Fyrsta mark KR í leiknum kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en Þórdís átti þá gullfallega stoðsendingu.

„Ég var búin að fá þau skilaboð að ég ætti að vera dugleg að koma upp kantinn fyrst ég var sett í bakvörð. Thelma Lóa er ótrúlega hröð og góð. Ég átti góðan bolta á hana og hún tók hann eins og einhver snillingur þarna frammi og sett‘ann.“

Þórdís Hrönn horfir bjartsýn á framhaldið eftir krefjandi vikur.

„Það var smá skellur að tapa 6-0 og fara svo beint í sóttkví. En það var margt til þess að læra af. Við gátum kúplað okkur aðeins niður og hugsað um okkur. Við ætlum að koma sterkari til baka,“ sagði leikmaðurinn knái sem er sama hverjum KR mætir í 8-liða úrslitum bikarsins.

„Til í allt. Bikar er bikar og sama hvaða lið það er, þetta verða alltaf hörkuleikir.“

Horfðu á allt viðtalið við Þórdísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner