Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   mið 10. júlí 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
De Ligt gerir samkomulag við Man Utd - Sancho vill fara til Juve
Powerade
De Ligt færist nær Manchester United.
De Ligt færist nær Manchester United.
Mynd: EPA
Sancho vill fara til Juventus.
Sancho vill fara til Juventus.
Mynd: Getty Images
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn. Manchester United er áberandi í Powerade slúðurpakkanum þennan miðvikudaginn. BBC tók saman það helsta úr blöðunum.

Manchester United hefur gert munnlegt samkomulag við Matthijs de Ligt (24), varnarmann Bayern München. Bæjarar vilja fá 42 milljónir punda fyrir hann og United er bjartsýnt á að samkomulag náist. (Manchester Evening News)

Hópur stuðningsmanna Marseille hafa krafist þess að félagið hætti við áform sín um að fá enska framherjann Mason Greenwood (22) frá Manchester United. Greenwood var sakaður um nauðgun en málið látið niður falla. (Mirror)

Spánverjinn Nico Williams (21), sem vakið hefur áhuga Liverpool, Chelsea, Bayern München og Barcelona, ??er með 55 til 58 milljóna evra riftunarákvæði í samningi sínum við Athletic Bilbao. (Marca)

Ítalska stórliðið Juventus hefur enn áhuga á að fá Jadon Sancho (24) kantmann Manchester United. (Sky Sports)

Og Sancho hefur bara áhuga á að ganga til liðs við Juventus næst. (Teamtalk)

Nottingham Forest og Wolves hafa bæði áhuga á franska varnarmanninum Le Havre, Etienne Youte Kinkoue hjá Le Havre. (Football Insider)

Chelsea er í viðræðum um kaup á þýska framherjanum Karim Adeyemi (22) frá Borussia Dortmund. (Bild)

West Ham hefur áhuga á Jhon Duran (20), kólumbískum framherja Aston Villa. (Sky Sports)

Sænski varnarmaðurinn Victor Lindelöf (29) gæti farið frá Manchester United í sumar en hann er ósáttur við spiltíma sinn síðustu tvö tímabil. (Givemesport)

Manchester United hefur gert munnlegt samkomulag um að fá franska varnarmanninn Leny Yoro (18) frá Lille. (Sky Sports)

En Real Madrid hefur einnig áhuga á að gera samning við Yoro. (Fabrizio Romano)

Manchester United ætlar einnig að leita til Fenerbahce vegna áhuga á tyrkneska bakverðinum Ferdi Kadioglu (24). Arsenal hefur líka áhuga á honum. (Mirror)

Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin (27) hefur hafnað nýju samningstilboði frá Everton vegna áhuga Manchester United. (Teamtalk)

Arsenal hefur áhuga á Brian Brobbey (22), hollenskum framherja Ajax. (Football Insider)
Athugasemdir
banner