Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 10. ágúst 2022 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sonur landsliðsþjálfarans byrjaður að spila með unglingalandsliði Belgíu
Viktor Nói þegar hann skrifaði undir samninginn við Gent fyrr á þessu ári.
Viktor Nói þegar hann skrifaði undir samninginn við Gent fyrr á þessu ári.
Mynd: KAA Gent
Viktor Nói Viðarsson skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Gent í Belgíu á síðasta ári.

Viktor Nói, sem varð fimmtán ára fyrr á þessu ári, er sonur Arnars Þórs Viðarssonar, þjálfara karlalandsliðs Íslands.

Viktor er djúpur miðjumaður og hefur verið hjá liðinu undanfarin ár eftir að hafa áður verið hjá Lokeren. Hann getur einnig spilað sem miðvörður.

Viktor er greinilega mjög efnilegur því það er búið að velja hann í yngri landslið, en ekki í yngri landslið Íslands. Fram kemur á Transfermarkt að hann sé búinn að spila sex leiki með U15 landsliði Belgíu. Hann hafi tekið þátt í þessum leikjum fyrr á þessu ári og meira að segja hafi hann verið með fyrirliðabandið í leik gegn Mexíkó sem vannst í vítaspyrnukeppni.

Viktor Nói er búinn að alast upp í Belgíu og er móðir hans belgísk, en faðir hans er fyrrum landsliðsmaður Íslands og núverandi landsliðsþjálfari. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann velur þegar kemur að því.
Athugasemdir
banner
banner
banner