Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 10. október 2017 13:30
Björn Berg Gunnarsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Leikvangarnir á HM eru komnir 150% fram úr áætlun
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson
Mynd frá því þegar Luzhniki leikvangurinn var endurbyggður.
Mynd frá því þegar Luzhniki leikvangurinn var endurbyggður.
Mynd: Getty Images
Framkvæmdir við leikvanga heimsmeistaramótsins í Brasilíu 2014 kostuðu þrefalt meira en til stóð. Svona virðist þetta alltaf vera á stórmótum, hvort sem um er að ræða HM, EM eða Ólympíuleika. Aldrei tekst að halda fjárhagsáætlun og reynast leikvangarnir sérstaklega erfiðir.

HM í Rússlandi er engin undantekning. Þó flestar tölur sem birtar eru sýni fram á talsverðan viðsnúning undanfarin 3-4 ár og að framúrkeyrslan sé mun minni en í stefndi er mikilvægt að athuga að slíkar tölur eru settar fram í öðrum gjaldmiðlum en rúblum. Sé leiðrétt fyrir mikilli veikingu rúblunnar hefur kostnaður við leikvanga aukist gríðarlega, eða um 150%.



Af leikvöngunum 12 eru einungis tveir endurbættir en 10 nýbyggingar. Kostnaðurinn er gríðarlegur eða yfir 400 milljarðar íslenskra króna (meira en helmingur útgjalda íslenska ríkisins í ár). Það virðist raunar vera regla að allt þurfi að vera splúnkunýtt fyrir HM. Á HM í Bandaríkjunum 1994 var notast við leikvanga sem þegar voru til en síðan hefur yfirleitt verið ráðist í afar umfangsmiklar framkvæmdir.



Gott dæmi um óþarfa framkvæmdir eru endurbæturnar á leikvangnum í Yekaterinburg í Rússlandi, sem var tekinn í gegn fyrir 9,3 milljarða króna árið 2011 en nú þarf aftur að bæta við 23 milljörðum. Maracana leikvangurinn glæsilegi í Ríó hafði verið gerður upp árið 2006 en einhverra hluta vegna þótti nauðsynlegt að bæta 65 milljörðum króna við vegna HM 2014, en breytingarnar áttu að kosta 25 milljarða.

Dýrustu framkvæmdirnar að þessu sinni verða vegna hins nýja og glæsilega leikvangs í St. Pétursborg en í Sochi lifir ólympíuandinn enn góðu lífi frá því um árið og kostnaðurinn er þar að nálgast fjórfalda upphaflega áætlun.



Greinin birtist fyrst á vef Íslandsbanka
Athugasemdir
banner
banner