Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. nóvember 2020 09:29
Magnús Már Einarsson
Alaba til Liverpool eða Manchester City?
Powerade
David Alaba.
David Alaba.
Mynd: Getty Images
Giroud gæti farið frá Chelsea.
Giroud gæti farið frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með nóg af kjaftasögum í dag. BBC tók pakkann saman.



Tottenham býðst að fá Christian Eriksen (28) aftur í sínar raðir frá Inter. (Football Insider)

Tottenham gæti keypt Gareth Bale (31) á 13,4 milljónir punda þegar lánssamningur hans frá Real Madrid rennur út. (Mundo Deportivo)

Neymar (28) segist vilja gera nýjan samning við PSG og hann hefur boðist til að hjálpa liðinu að finna nýja leikmenn. (Telefoot)

David Alaba (28) varnarmaður Bayern Munchen er tilbúinn að fara í ensku úrvalsdeildina en Liverpool og Manchester City hafa áhuga. (90 min)

Manchester United ætlar að fresta því að leyfa markverðinum Sergio Romero (33) að fara þar til ljóst verður hvort Dean Henderson fari á láni í janúar. (ESPN)

Olivier Giroud (34) er að íhuga framtíð sína hjá Chelsea en hann gæti farið annað til að fá spiltíma fyrir EM í sumar. Giroud hefur verið orðaður við Inter. (Football London)

Manchester United gæti misst af því að fá Ousmane Dembele (23) frá Barcelona í janúar. Ástæðan er sú að hlutverk Dembele hjá Barcelona verður stærra á næstunni þar sem Ansu Fati verður frá keppni í fjóra mánuði. (Sport)

Faðir Anel Ahmedhodzi (21), varnarmanns Malmö, segir að sænska félagið sé að koma í veg fyrir að Chelsea kaupi leikmanninn. (Sun)

Manchester United hefur áhyggjur af hugarfari Maston Greenwood (19) á æfingum. (Times)

Emiliano Martinez (28) markvörður Aston Villa telur að liðið geti barist um Evrópusæti. (Telegraph)

Manchester United gæti lánað Ethan Galbraith (19), Arnau Puigmal (19) og Ethan Laird (19) í janúar. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner