Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
banner
   þri 10. desember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benitez: Vandamál West Ham lágu ekki í því að Arsenal spilaði vel
„Þeir voru óheppnir með að fá á sig fyrsta markið en seinna í leikmnum kom trú og leikmenn Arsenal sóttu meira," sagði Rafa Benitez, fyrrum stjóri Chelsea, Liverpool, Newcastle, Napoli, Valencia og fleiri liða, um Arsenal eftir leikinn gegn West Ham í gærkvöldi.

Benitez var sérfræðingur hjá Sky Sports í kringum útsendnguna á leiknum í gærkvöldi. Arsenal sigraði leikinn 1-3, leikið var á heimavelli West Ham.

Um vandamál West Ham hafði Benitez þetta að segja: „Maður gat séð vandamál West Ham og þau lágu ekki í frábærri spilamennsku Arsenal."

„Leikmenn West Ham gerðu endalaust af mistökum og að lokum urðu gæði Arsenal ofan á."

„(Mark) Noble og (Declan) Rice, á miðjunni hjá West Ham, voru ekki nægilega þéttir og liðið var það ekki sem heild heldur. Miðjumennirnir sáu ekki nægilega vel um sitt svæði. Annar þeirra þarf að pressa hitt liðið og hinn þarf að passa svæðið fyrir aftan á meðan,"
sagði Benitez.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner