Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   sun 10. desember 2023 14:10
Aksentije Milisic
Bayern fékk skell í gær - „Svona leikir mega ekki gerast hjá þessu félagi"

Bayern Munchen steinlá í gær í þýska boltanum en liðið tapaði þá 5-1 gegn Eintracht Frankfurt.

Þýsku meistararnir lentu 3-0 undir áður en þeim tókst að klóra í bakkann rétt fyrir hálfleik. Þá héldu kannski sumir að þeir kæmu brjálaðir til leiks í síðari hálfleikinn og myndu minnka muninn enn frekar. Það gerðist ekki og bættu heimamenn við tveimur mörkum og niðurlægðu Bayern.


Leon Goretzka, miðjumaður liðsins, var gáttaður eftir leik og sagði að svona leikir væru hreinlega ekki boðlegir.

„Svona leikir mega ekki gerast hjá þessu félagi," byrjaði Goretzka.

„Við eigum leik á þriðjudaginn og við verðum að sýna að þetta var bara slys. Ég brást í dag, ég get viðurkennt það. Ég verð að gera betur í framtíðinni."

Bayer Leverkusen er á toppnum í deildinni og takist liðinu að vinna sinn leik gegn Stuttgart í dag þá munu Xabi Alonso og lærisveinar hans ná sex stiga forystu á toppi deildarinnar.

Bayern mætir Manchester United á þriðjudaginn kemur í Meistaradeild Evrópu en Þjóðverjarnir eru búnir að vinna riðilinn.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner