Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   sun 10. desember 2023 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Við stjórnuðum leiknum - Misstum þrjá menn í meiðsli
Pochettino hefur ekki farið sérlega vel af stað hjá Chelsea.
Pochettino hefur ekki farið sérlega vel af stað hjá Chelsea.
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino var sár eftir 2-0 tap Chelsea á útivelli gegn Everton í dag. Hann segir að sínir menn hafi verið sterkari aðilinn á vellinum, en því miður þá eru það mörkin sem telja í fótbolta.

Chelsea er í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar eftir þetta tap, með 19 stig eftir 16 umferðir. Lærisveinar Pochettino eru búnir að tapa þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og þurfa að snúa slæmu gengi við sem fyrst ef þeir ætla sér að berjast um Evrópusæti.

„Við stjórnuðum leiknum og vorum sterkari aðilinn en það er erfitt að vinna leiki án þess að skora mörk. Það leit út fyrir að við værum búnir að lagfæra vandamálin í sóknarleiknum en í dag vantaði alla sköpunargáfuna," sagði Pochettino. „Við misstum einbeitingu þegar við leyfðum þeim að komast yfir, en við áttum að vera búnir að skora mark fyrir það."

Reece James fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og var Pochettino svekktur með það, enda hefur James verið að glíma við erfið meiðsli undanfarin misseri.

„Mér finnst ekki gaman að finna afsakanir en raunveruleikinn er sá að við erum búnir að missa einn af bestu bakvörðum í heimi aftur í meiðsli. Malo Gusto er að ná sér af sínum meiðslum og því lentum við í vandræðum í hægri bakvarðarstöðunni.

„Við spiluðum góðan leik í dag, bæði þegar Reece var á vellinum og eftir að honum var skipt útaf. Það vantaði bara mörkin."


Markvörðurinn Robert Sánchez og vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella fóru einnig meiddir af velli, en Pochettino vonast til að það sé ekkert alvarlegt.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner