Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 11. janúar 2021 10:43
Elvar Geir Magnússon
Ekki hægt að laga samband Papu Gomez og Gasperini
Papu Gomez, leikmaður Atalanta, hefur notað Instagram til að svara orðum þjálfara síns, Gian Piero Gasperini.

Gomez mun væntanlega skipta um lið í janúarglugganum en samband hans og Gasperini er ekki gott. Ítalskir fjölmiðlar segja ljóst að ekki sé möguleiki á að laga það.

Brestirnir í þeirra sambandi hófust á því að Gomez óhlýðnaðist fyrirmælum Gasperini í Meistaradeildarleik gegn Midtjylland og var í kjölfarið tekinn af velli.

Gomez hefur aðeins spilað 37 mínútur í ítölsku A-deildinni síðan í desember og Gasperini hefur sagt að samband sitt við leikmanninn hafi beðið hnekki því Gomez sé ekki að aðlagast breytingum.

Gasperini opinberaði í viðtali að Gomez hafi ekki hjálpað nægilega mikið til varnarlega á miðsvæðinu.

Gomez svaraði með því að birta myndbönd á Instagram af ýmsum atvikum þar sem hann hefur dregið sig til baka og aðstoðað varnarlega.

Atalanta vill ekki selja Gomez á neinu afsláttarverði til annars félags í ítölsku A-deildinni en vill mögulega selja hann á lægra verði ef hann fer erlendis.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner