Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   lau 11. janúar 2025 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Freysi samþykkir tilboð Brann - Arnar þá líklega landsliðsþjálfari
Freyr er að taka við Brann
Freyr er að taka við Brann
Mynd: Getty Images
Fátt kemur í veg fyrir að Arnar taki við landsliðinu
Fátt kemur í veg fyrir að Arnar taki við landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norski miðillinn Nettavisen hefur greint frá því að Freyr Alexandersson sé búinn að samþykkja tilboð um að gerast þjálfari Brann í Noregi.

Freyr fundaði með Brann á fimmtudag og fékk um leið samningstilboð í hendurnar en daginn áður hafði hann fundað með KSÍ sem er í leit að nýjum landsliðsþjálfara.

Nettavisen segir að Freyr sé nú búinn að samþykkja tilboð Brann og að hann verði líklegast kynntur á morgun eða mánudag.

Hann tekur aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann með sér til félagsins, en Hartmann hefur unnið náið með Freysa hjá bæði Kortrijk og Lyngby.

Brann hefur hafnað í öðru sæti síðustu tvö tímabil í Noregi en Freysi tekur við liðinu af Eirik Horneland sem var á dögunum ráðinn þjálfari franska félagsins St. Etienne.

Arnar tekur líklega við landsliðinu

Þessar vendingar þýða væntanlega það að Arnar Gunnlaugsson er að taka við íslenska karlalandsliðinu.

Arnar, sem er þjálfari Víkings, fundaði einnig með KSÍ á fimmtudag og greindi frá því í viðtali við Vísi að hann væri að vonast til þess að landa starfinu.

Freyr var í baráttunni en þar sem hann er að taka við Brann er nokkuð ljóst að Arnar verður ráðinn næsti þjálfari landsliðsins en hann tekur þá við af norska þjálfaranum Åge Hareide sem hætti með liðið eftir síðasta verkefni.
Athugasemdir
banner