Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 11. febrúar 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willum orðinn heill og framlengir við BATE - Gat farið í janúar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samningur Willums Þórs Willumssonar við BATE í Hvíta-Rússlandi átti að renna út í sumar en hann er búinn að skrifa undir framlengingu á samningnum og gildir hann nú út þetta ár.

Willum glímdi við meiðsli stóran hluta af síðasta tímabili en er nú orðinn laus við öll meiðsli og kominn í gott stand.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net voru félög sem vildu fá Willum í janúarglugganum en Willum fannst rétt að vera áfram hjá BATE og reyna að hjálpa félaginu eftir að hafa verið fjarri vegna meiðsla.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru félög frá Hollandi og Ítalíu að fylgjast með Willum. Fróðlegt verður að sjá hvernig árið þróast hjá kappanum.

Willum er 23 ára miðjumaður sem hélt til BATE eftir tímabilið 2018 með Breiðabliki. Hann á að baki einn A-landsleik og hefur tvívegis orðið bikarmeistari með BATE. Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Willum í janúar.
Loksins að ná sér af meiðslum - „Kröfurnar eru fyrsta sætið og ekkert annað"
Athugasemdir
banner
banner
banner