Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 21:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Flick vildi ekki taka undir orð Raphinha - „Getum unnið allt"
Mynd: EPA
Barcelona var fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar þegar liðið lagði Benfica í kvöld 3-1, samanlagt 4-1.

Raphinha skoraði tvö mörk í kvöld en hann hefur skorað 11 mörk og lagt upp fjögur í tíu leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

„Ég trúi því að Barcelona geti unnið allt," sagði Raphinha eftir leikinn.

Hansi Flick, stjóri Barcelona, var spurður út í ummæli Raphinha.

„Hann sagði þetta en ekki ég. Það er gott að leikmennirnir hugsi svona, það sýnir að þeir eru með sjálfstraust og hafi trú á því sem við erum að gera. Mitt verk er að vera rólegur og einbeita mér að næsta leik," sagði Flick.

Barcelona er á toppi spænsku deildarinnar með jafn mörg stig og Real Madrid en á leik til góða. Þá er liðið komið í undanúrslit bikarsins þar sem staðan er 4-4 gegn Atletico Madrid eftir fyrri leikinn.
Athugasemdir
banner