Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. maí 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er grín að þessi leikmannahópur skuli vera í 2. deild"
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þorbjörnsson Steinke
Albert Brynjar og Davíð Smári.
Albert Brynjar og Davíð Smári.
Mynd: Kórdrengir
Kórdrengir verða í 2. deild í sumar eftir að hafa sigrað 3. deildina síðasta sumar og fór upp úr 4. deildinni árið áður. Rætt var um 2.- og 3. deildina í hlaðvarpsþættinum Ástríðan sem er gefið út af Fótbolti.net.

Ingólfur Sigurðsson stýrði þættinum og gestir hans voru þeir Baldvin Már Borgarsson og Óskar Smári Haraldsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér neðst í fréttinni.

„Hvað erum við að fara sjá frá þeim í sumar?" spurði Ingó strákana.

„Ég held að Kórdrengir verði góðir. Sjáðu bara leikmannahópinn, þetta er rosalegur leikmannahópur. Þú ert með Albert Brynjar (Ingason) frammi og fleiri sem hafa spilað í efstu deild. Auðvitað getur það farið (á þann veg) að það klikki eitthvað. Það er langmesta pressan í þessari deild," sagði Óskar Smári.

Baldvin greip boltann á lofti og hélt áfram: „Þeir verða alltaf góðir. Hvort þeir verða í 1.- 2.- eða 3. sæti veit maður ekki en þeir verða alltaf drullugóðir. Ef Albert Brynjar hefði ekki ákveðið að fara frá Fjölni þá væri hann lykilleikmaður í Pepsi, hann er með þau gæði."

Strákarnir nefndu gæðaleikmenn sem Kórdrengir eru með innanborðs og Baldvin hélt svo áfram:

„Þetta er grín að þessi leikmannahópur skuli vera í 2. deild, þannig sé ég þetta."

Umræðan hélt áfram og var þjálfarateyminu, Davíð Smára og Andra Steini, hrósað fyrir dugnað að mæta á leiki liða með glósubókina með sér.
Ástríðan - Sumarið framundan í 2. og 3. deild
Athugasemdir
banner
banner