Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 11. maí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Löw tilbúinn að binda enda á útlegð Muller
Mynd: Getty Images
Það eru taldar miklar líkur á því að Thomas Muller, sóknarmaður Bayern Munchen, verði í þýska landsliðshópnum á EM í sumar.

Landsliðsþjálfarinn Joachim Löw er sagður tilbúinn í að binda enda á útlegð Muller frá landsliðinu. Muller, Jerome Boateng og Mats Hummels hafa ekki verið valdir í landsliðshóp frá HM í Rússlandi árið 2018. Sú keppni fór illa hjá Þjóðverjum og var leitað til annnarra leikmanna eftir þá keppni.

Löw mun velja landsliðshóp sinn fyrir EM á miðvikudaginn í næstu viku. Heimildir Bild herma að Muller verði eitt af 26 nöfnum í hópnum.

Samkvæmt heimildum þýskra fjölmiðla hefur Löw nýlega hringt í Muller til að ræða við hann um mögulega endurkomu í landsliðið.

EM í sumar verður síðasta keppni Löw í starfi landsliðsþjálfara en hann tók við af Jurgen Klinsmann eftir HM í Þýskalandi árið 2006. Árið 2014 stýrði hann Þýskalandi til sigurs á HM í Brasilíu en í Rússlandi féll liðið úr leik í riðlakeppni.
Athugasemdir
banner
banner