Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   þri 11. júní 2024 19:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikar kvenna: Sandra María þurfti aðeins tvær mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH 0 - 1 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('47 )
0-1 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('59 , misnotað víti)
Lestu um leikinn


Þór/KA er komið í undanúrslit eftir sigur á FH á Kaplakrikavelli í kvöld.

Sandra María Jessen framherji Þór/KA skoraði fjögur mörk gegn FH í deildarleik fyrr í sumar en það kom á óvart að hún byrjaði á bekknum.

Hún kom inn á sem varamaður strax í upphafi seinni hálfleiks en það var markalaust í hálfleik.

Það tók hana aðeins tvær mínútur að setja mark sitt á leikinn. Hún kom Þór/KA yfir þegar hún skoraði eftir undirbúning Huldu Ósk og Löru Ivanusa.

FH fékk tækifæri til að jafna metin eftir klukkutíma leik þegar liðið fékk vítaspyrnu þegar Lidija Kulis braut á Breukelen Lachelle Woodard inn á teignum.

Shelby Money markvörður Þór/KA gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá Andreu Rán.

Fleira markvert gerðist ekki og sigur Þór/KA því staðreynd og er liðið því fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitin.


Athugasemdir
banner
banner
banner