Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Pirlo ætlar að hreinsa til - Ramsey og Higuain á förum
Aaron Ramsey er líklega á förum frá Juventus
Aaron Ramsey er líklega á förum frá Juventus
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo tók við þjálfarastöðunni hjá Juventus á dögunum en hann ætlar að hreinsa aðeins til í hópnum. Velski landsliðsmaðurinn Aaron Ramsey er á förum samkvæmt Mirror.

Ramsey gekk til liðs við Juventus á frjálsri sölu frá Arsenal á síðast ári en hefur engan veginn verið að finna sig hjá ítalska félaginu og spilaði aðeins 24 leiki, skoraði 1 mark og lagði upp þrjú í deildinni.

Pirlo ætlar sér að hreinsa aðeins til á miðjunni en Blaise Matuidi er á leið til Inter Miami í Bandaríkjunum og þá vill hann einnig selja Ramsey frá félaginu.

Ramsey er að þéna 250 þúsund pund á viku hjá Juventus en hann er ekki sá eini sem Pirlo vill selja.

Hann vill einnig selja Gonzalo Higuain, Daniele Rugani, Mattia de Sciglio og Sami Khedira.

Juventus er búið að ganga frá kaupum á Arthur frá Barcelona og þá er Miralem PJanic á leið í hina áttina. Pirlo er þá með þá Rodrigo Bentancur og Adrien Rabiot á miðjunni en hann vill styrkja svæðið enn frekar með að fá Sandro Tonali frá Brescia.

Það verður gaman að fylgjast með því hvað Pirlo gerir hjá Juventus en þetta er fyrsta starfið hans í atvinnumannafótbolta en hann þjálfaði U23 ára lið Juventus í tíu daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner