Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 11. ágúst 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 12. umferðar - Mosfellingar eiga flesta fulltrúa
Afturelding á flesta fulltrúa í liði umferðarinnar.
Afturelding á flesta fulltrúa í liði umferðarinnar.
Mynd: Hrefna Morthens
Ásdís Karen er í sjötta sinn.
Ásdís Karen er í sjötta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ameera Abdella Hussen er í liðinu.
Ameera Abdella Hussen er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deild kvenna. Afturelding á fjóra fulltrúa í úrvalsliði 12. umferðar Bestu deildar kvenna eftir gríðarlega sterkan útisigur gegn Þór/KA í fallbaráttuslag.

Alexander Aron Davorsson er þjálfari umferðarinnar og eru Eva Ýr Helgadóttir, Ísafold Þórhallsdóttir og Mackenzie Hope Cherry í liði umferðarinnar.



Ásdís Karen Halldórsdóttir er í liðinu í sjötta sinn í sumar eftir sigur Vals á Keflavík, 5-0. Anna Rakel Pétursdóttir var maður leiksins í þeim leik og var Mist Edvardsdóttir sömuleiðis öflug í vörninni.

Sóley María Steinarsdóttir og Danielle Marcano voru öflugar í sigri Þróttar gegn Selfoss. Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar, var best í leiknum en Eva Ýr kemst á undan henni í lið umferðarinnar að þessu sinni. Þær voru báðar frábærar í þessari umferð.

Ameera Abdella Hussen var stórgóð á miðsvæðinu hjá ÍBV í sigri gegn KR, 3-1.

Þá voru Agla María Albertsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir bestar í stórleik Breiðabliks og Stjörnunnar sem endaði með 2-2 jafntefli.

Það er leikið í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna um helgina og svo er næst leikið í Bestu deild kvenna á þriðjudag.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 1. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner