Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 11. ágúst 2022 17:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Þarf ekki að ræða gæði hans neitt meira
Kári Pétursson (KFG)
Mynd: Stjarnan
Kári Pétursson, leikmaður KFG, er leikmaður 15. umferðar í 3. deild - í boði Jako Sport - að mati Ástríðunnar.

Kári er 25 ára og hefur á sínum ferli leikið með Stjörnunni, Leikni, HK og KFG. Hann hefur skorað tíu mörk í fjörtán leikjum. Hann er besti leikmaður umferðarinnar fyrir frammistöðu sína gegn Vængjum Júpíters þar sem KFG vann 3-2 heimasigur og Kári skoraði fyrstu tvö mörk liðsins.

„Kári var frábær í þessum leik á móti Vængjunum, skorar tvö mörk og þakkar svo fyrir sig á 75. mínútu. Við þurfum ekki að ræða hans gæði neitt meira því það hefur verið gert frá upphafi þessa þáttar. Allir sem hafa nokkurn tímann hlustað á einhvern þátt af Ástríðunni vita hvað Kári Pétursson er góður," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni.

„Hann getur alveg sett hann með vinstri, getur það alveg," sagði Óskar Smári Haraldsson.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum neðst í fréttinni eða í öllum hlaðvarpsveitum

Sextánda umferðin:
fimmtudagur 11. ágúst
19:15 Vængir Júpiters-Augnablik (Fjölnisvöllur - Gervigras)

föstudagur 12. ágúst
3. deild karla
19:15 Kári-Elliði (Akraneshöllin)
19:15 ÍH-KFG (Skessan)
19:15 Víðir-KH (Nesfisk-völlurinn)

laugardagur 13. ágúst
3. deild karla
14:00 KFS-Kormákur/Hvöt (Týsvöllur)
18:00 Sindri-Dalvík/Reynir (Sindravellir)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
6. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
7. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
8. umferð - Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt)
9. umferð - Nökkvi Egilsson (Augnablik)
10. umferð - Hermann Þór Ragnarsson (Sindri)
11. umferð - Ásgeir Elíasson (KFS)
12. umferð - Jóhann Örn Sigurjónsson (Dalvík/Reynir)
13. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
14. umferð - Eysteinn Þorri Björgvinsson (Augnablik)
Ástríðan - 15. umferð - Njarðvík tapar, botnliðin vinna og Virðing í Vestmannaeyjum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner