Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. ágúst 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dregið í deildabikarnum: Jón Daði mætir Aston Villa
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty

Búið er að draga í aðra umferð deildabikarsins sem hefst 22. ágúst. Þátttökuliðum er skipt upp í tvo flokka eftir staðsetningu á Englandi þar sem liðin í norðurhluta landsins geta aðeins mætt öðrum liðum í norðurhlutanum og sama gildir um suðurhlutann.


Þrettán úrvalsdeildarfélög koma inn í keppnina á þessum tímapunkti. Þau sjö félög sem tryggðu sér Evrópusæti á síðustu leiktíð koma inn í næstu umferð keppninnar.

Aston Villa, Wolves, Leeds, Everton, Newcastle, Leicester og Nottingham Forest mæta til leiks í norðurhlutanum á meðan Brighton, Southampton, Fulham, Brentford, Crystal Palace og Bournemouth keppa í suðurhlutanum.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Bolton mæta Aston Villa á meðan Bournemouth heimsækir Norwich í spennandi slag.

Það er lítið eftir af félögum úr Championship deildinni í bikarnum þar sem þau voru flest slegin út af neðrideildaliðum í fyrstu umferð.

Norðurhluti:
Bolton Wanderers v Aston Villa
Derby County v West Bromwich Albion or Sheffield United
Wolverhampton Wanderers v Preston North End
Leeds United v Barnsley
Fleetwood Town v Everton
Sheffield Wednesday v Rochdale
Tranmere Rovers v Newcastle United
Rotherham United v Morecambe
Barrow v Lincoln City
Stockport County v Leicester City
Bradford City v Blackburn Rovers
Grimsby Town v Nottingham Forest
Shrewsbury Town v Burnley

Suðurhluti:
Stevenage v Peterborough United
Norwich City v AFC Bournemouth
Newport County v Portsmouth
Oxford United v Crystal Palace
Watford v Milton Keynes Dons
Colchester United v Brentford
Wycombe Wanderers v Bristol City
Walsall v Charlton Athletic
Crawley Town v Fulham
Cambridge United v Southampton
Gillingham v Exeter City
Forest Green Rovers v Brighton & Hove Albion 


Athugasemdir
banner
banner
banner