Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 11. ágúst 2024 17:53
Sölvi Haraldsson
Rooney reiður eftir fyrsta leik tímabilsins: Þetta er óásættanlegt
Wayne Rooney var ekki sáttur eftir leik.
Wayne Rooney var ekki sáttur eftir leik.
Mynd: EPA

Wayne Rooney, stjóri Plymouth Argyle, var alls ekki sáttur eftir fyrsta leik tímabilsins hjá hans mönnum sem fór 4-0 fyrir Sheffield Wednesday á útivelli.


 „4-0 var sanngjörn niðurstaða. Ég er vonsvikinn með þessa einföldu hluti hjá liðinu í dag. Við fáum fjögur mörk á okkur eftir fyrirgjafir. En það sem ég er mest vonsvikinn með er að við spiluðum ekki með því sjálfstrausti sem við höfum gert seinustu vikur.“ sagði Rooney við Sky Sports eftir leik.

Þetta var fyrsti deildarleikur Rooney með Plymouth en í fyrra tók hann við Birmingham á miðju tímabili og var látinn fara eftir nokkra leiki með liðið. 

Rooney er alls ekki sáttur með hvernig tímabilið byrjar en hann segist vera reiður.

 „Ég er vonsvikinn og reiður því þetta er ekki frammistaðan sem ég vil sjá. Við töluðum um hættuna sem skapast úr fyrirgjöfunum þeirra. Þetta var óásættanlegt í dag.

Rooney var ekki bara að taka þátt í sínum fyrsta deildarleik fyrir Plymouth en Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn í þessum skell sem hans menn fengu í dag gegn Sheffield Wednesday.

Eftir fyrstu umferðina í Championship deildinni eru Plymouth neðstir með verstu markatöluna.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 27 16 7 4 59 30 +29 55
2 Middlesbrough 27 14 7 6 40 28 +12 49
3 Ipswich Town 26 13 8 5 45 24 +21 47
4 Millwall 27 13 7 7 31 33 -2 46
5 Hull City 26 13 5 8 42 39 +3 44
6 Preston NE 27 11 10 6 36 26 +10 43
7 Stoke City 27 12 5 10 32 23 +9 41
8 Watford 26 11 8 7 37 31 +6 41
9 Bristol City 27 11 7 9 38 29 +9 40
10 Wrexham 27 10 10 7 39 34 +5 40
11 QPR 27 11 6 10 38 39 -1 39
12 Derby County 27 10 8 9 36 35 +1 38
13 Leicester 27 10 7 10 38 40 -2 37
14 Birmingham 26 9 7 10 35 36 -1 34
15 Southampton 27 8 9 10 39 40 -1 33
16 Sheffield Utd 26 10 2 14 36 39 -3 32
17 Swansea 26 9 5 12 27 33 -6 32
18 Charlton Athletic 26 8 8 10 26 32 -6 32
19 West Brom 27 9 4 14 31 38 -7 31
20 Blackburn 26 7 7 12 24 33 -9 28
21 Portsmouth 25 7 7 11 22 35 -13 28
22 Norwich 27 7 6 14 30 40 -10 27
23 Oxford United 26 5 8 13 25 35 -10 23
24 Sheff Wed 26 1 8 17 18 52 -34 -7
Athugasemdir
banner
banner