mið 11. september 2019 15:15
Magnús Már Einarsson
Fjórir FH-ingar hafa glímt við meiðsli fyrir úrslitaleiknn
Morten Beck skoraði þrennu gegn Stjörnunni í síðasta leik FH.
Morten Beck skoraði þrennu gegn Stjörnunni í síðasta leik FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fjórir leikmenn FH hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda bikarúrslitaleiksins gegn Víkingi R. á laugardaginn.

Um er að ræða bakverðina Hjört Loga Valgarðsson og Cedric D'Ulivo sem og sóknarmennina Atla Guðnason og Morten Beck.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er þó vongóður um að leikmennirnir verði allir klárir í slaginn á laugardag.

„Hjörtur Logi var ekki með á móti Stjörnunni og Cedric varð fyrir smá hnjaski þar sem og Atli Guðna. Morten Beck, þeir hafa verið spurningamerki í síðustu viku," sagði Ólafur við Fótbolta.net í dag.

„Þeir eru allir að koma til og sjúkraþjálfararnir hafa meðhöndlað þá þannig að þeir ættu að geta spilað á laugardaginn."

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Óli Kristjáns: Svakalega langur tími síðan FH vann titil
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner