Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
banner
   mið 11. september 2024 08:58
Elvar Geir Magnússon
Baumgartner biður Ödegaard afsökunar á tæklingunni
Austurríski landsliðsmaðurinn Christoph Baumgartner hefur beðist afsökunar á tæklingu sinni sem meiddi Martin Ödegaard, leikmann norska landsliðsins og Arsenal.

Baumgartner, sem er framherji RB Leipzig, skrifaði skilaboð á Instagram þar sem hann sendi Ödegaard batakveðjur. Sá norski meiddist á ökkla eftir tæklinguna.

Þess má geta að Noregur vann leikinn 2-1 með sigurmarki Erling Haaland.

„Ég vil biðja Martin Ödegaard afsökuna. Það var aldrei ásetningur minn að meiða þennan magnaða leikmann. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann hljóti skjótan bata. Komdu til baka sterkari!" skrifaði Baumgartner.

Ödegaard var myndaður á hækjum í gær þegar hann fór um borð í einkaþotu sem flaug svo með hann í skoðun í Lundúnum.

Arsenal á leik gegn Tottenham á sunnudaginn en þegar er ljóst að Declan Rice spilar ekki þann leik vegna leikbanns.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner