Dominik Szoboszlai, miðjumaður Liverpool, er skotmark Real Madrid og Manchester City. Kobbie Mainoo er opinn fyrir því að fara til Napoli og Vinicius nálgast endalokin hjá Real Madrid. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem er í boði Powerade. Það er BBC sem tekur það helsta saman.
Manchester City og Real Madrid hafa bæði áhuga á því að fá Dominik Szoboszlai (25) frá Liverpool en hann hefur verið besti leikmaður Liverpool á tímabilinu. (AS)
Kobbie Mainoo (20) er opinn fyrir því að fara á láni til Napoli í janúar en United vill ekki hleypa honum alfarið í burtu. (Teamtalk)
Vinicius Jr (25) vill fá sömu laun og Kylian Mbappe (26) og viðureign hans við Real mun halda áfram að ýta honum nær því að yfirgefa Bernabeu. (Sport)
Chelsea hefur sett sig í samband við Como um möguleikann á því að fá Nico Paz (21). (Caught Offside)
Liverpool er tilbúið að greiða 100 milljónir evra fyrir Alessandro Bastoni (26) frá Inter. (Mundo Deportivo)
Andy Robertson (31) mun yfirgefa Liverpool næsta sumar og er þegar búinn að ræða við Celtic. (Fichajes)
Wolfsburg skoðar möguleikannn á því að fá Niclas Fullkrug (32) frá West Ham. Augsburg hefur einnig áhuga. (Florian Plettenberg)
Bayern Munchen hefur engan áhuga á því að sleppa Nicolas Jackson (24) til baka til Chelsea í janúar en hann er á láni út tímabilið. Það þykir ólíklegt að Bayern kaupi hann í lok lánssamningsins. (Bild)
Eddie Howe, stjóri Newcastle, er með fullan stuðning frá sádi-arabísku eigendunum og nýja stjórnarformanninum David Hopkinson þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. (The I)
Antonio Conte mun ekki hætta hjá Napoli en mun ræða við eigandann Aurelio de Laurentiis á næstu dögum. (Il Mattino)
Leeds gæti reynt aftur við Harry Wilson hjá Fulham í janúar. Adama Traore er annar leikmaður sem gæti farið frá Fulham og West Ham hefur áhuga. (Sky Sports)
Nottingham Forest vill fá á bilinu 100-120 milljónir punda fyrir Elliot Anderson en Manchester United hefur mikinn áhuga á enska landsliðsmiðjumanninum. (Florian Plettenberg)
Randal Kolo Muani framherji Tottenham þarf ekki að fara í aðgerð vegna meiðsla á andliti en þarf að vera með grímu þegar hann snýr aftur á völlinn. (Mail)
Galatasaray hefur haldið sambandi við umboðsaðila Yves Bissouma en samningur miðjumannsins við Tottenham rennur út næsta sumar. (Sun)
Steven Gerrard, Gary O'Neil og Carlos Coberan koma til greina sem næsti stjóri Middlesbrough. (Sun)
Athugasemdir

