Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   mið 11. desember 2019 12:04
Hafliði Breiðfjörð
Myndband: Haukur Baldvins fór úr skónum og grýtti í dómarann
Haukur í leik með Víkingi árið 2015. Hann gerðist sekur um ljóta hegðun í Futsal um helgina.
Haukur í leik með Víkingi árið 2015. Hann gerðist sekur um ljóta hegðun í Futsal um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Baldvinsson fyrrverandi leikmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leik með Augnabliki í Futsal um helgina og grýtti skónum sínum í einn þriggja dómara leiksins.

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum að ofan.

Augnablik mætti Hvíta Riddaranum í Futsal leik í Kórnum á laugardaginn og tapaði leiknum 6 - 2.

Atvikið átti sér stað á 17. mínútu leiksins. Haukur var ósáttur við að fá ekki aukaspyrnu á miðjum vellinum, snöggreiddist, fór úr skónum og grýtti honum af alefli í Ólaf Inga Guðmundsson aðstoðardómara sem sat þar við tölvu á ritaraborðinu.

Það varð Ólafi Inga til happs að tölvuskjár varð á milli þegar Haukur grýtti skónum svo honum varð ekki harmur af en hann er með gleraugu og má segja að hann hafi sloppið vel.

Guðmundur Ævar Guðmundsson dómari lyfti hinsvegar strax rauðu spjaldi. Ekkert kemur fram á vef KSÍ um hver refsing Hauks verður eða hvort aga- og úrskurðarnefnd verði kölluð saman til að taka á málinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner