Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
   mið 11. desember 2019 12:04
Hafliði Breiðfjörð
Myndband: Haukur Baldvins fór úr skónum og grýtti í dómarann
Haukur í leik með Víkingi árið 2015. Hann gerðist sekur um ljóta hegðun í Futsal um helgina.
Haukur í leik með Víkingi árið 2015. Hann gerðist sekur um ljóta hegðun í Futsal um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Baldvinsson fyrrverandi leikmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leik með Augnabliki í Futsal um helgina og grýtti skónum sínum í einn þriggja dómara leiksins.

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum að ofan.

Augnablik mætti Hvíta Riddaranum í Futsal leik í Kórnum á laugardaginn og tapaði leiknum 6 - 2.

Atvikið átti sér stað á 17. mínútu leiksins. Haukur var ósáttur við að fá ekki aukaspyrnu á miðjum vellinum, snöggreiddist, fór úr skónum og grýtti honum af alefli í Ólaf Inga Guðmundsson aðstoðardómara sem sat þar við tölvu á ritaraborðinu.

Það varð Ólafi Inga til happs að tölvuskjár varð á milli þegar Haukur grýtti skónum svo honum varð ekki harmur af en hann er með gleraugu og má segja að hann hafi sloppið vel.

Guðmundur Ævar Guðmundsson dómari lyfti hinsvegar strax rauðu spjaldi. Ekkert kemur fram á vef KSÍ um hver refsing Hauks verður eða hvort aga- og úrskurðarnefnd verði kölluð saman til að taka á málinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner