Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mán 11. desember 2023 13:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafrún Rakel til Bröndby (Staðfest)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bakvörðurinn Hafrún Rakel Halldórsdóttir hefur gengið í raðir danska félagsins Bröndby.

Frá því var greint hér á Fótbolta.net á dögunum að Hafrún Rakel væri að ganga í raðir Bröndby og núna hefur það verið staðfest. Hún skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Hún kemur til Bröndby frá Breiðabliki en hún hefur leikið með Blikum frá 2020. Hún er uppalin í Aftureldingu og hóf hún fótboltaferil sinn þar.

Hafrún Rakel, sem er fædd árið 2002, er fjölhæfur leikmaður sem leikur oftast sem bakvörður eða kantmaður. Hún hefur sýnt það að hún getur líka leyst stöður á miðsvæðinu.

Hún spilaði í sumar lykilhlutverk hjá Blikum og vann sér inn sæti í A-landsliðinu. Hún byrjaði gegn Wales í síðasta glugga og kom inn af bekknum í fræknum sigri á Danmörku.

Bröndby er eitt sterkasta lið Danmerkur en Kristín Dís Árnadóttir er á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner