Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   mán 11. desember 2023 12:38
Elvar Geir Magnússon
Ísland vann Serbíu síðast 9-1 þar sem markvörðurinn okkar skoraði
Þóra Björg skoraði eitt af mörkum Íslands gegn Serbíu.
Þóra Björg skoraði eitt af mörkum Íslands gegn Serbíu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Íslenska kvennalandsliðið mun mæta Serbíu í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar en dregið var í hádeginu.

Í umspilinu eru tveir leikir, heima og að heiman. Ísland spilar fyrri leikinn á útivelli og sá seinni er skráður heimaleikur. Leikið verður á tímabilinu 21. - 28. febrúar.

Ísland hefur sex sinnum mætt Serbíu í A-landsliðum kvenna, síðast í undankeppni HM á Laugardalsvelli 14. september 2014.

Ísland vann þá 9-1 sigur þar sem Harpa Þorsteinsdóttir (2), Dagný Brynjarsdóttir (2), Rakel Hönnudóttir (2), Glódís Perla Viggósdóttir, og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu.

Þá skoraði markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir úr vítaspyrnu á 65. mínútu í sínum síðasta landsleik.

Ísland hefur unnið alla leiki sína gegn Serbíu, samtals með markatölunni 27-2,

Leikirnir sex milli Íslands og Serbíu:
2014: Ísland - Serbía 9-1
2013: Serbía - Ísland 1-2
2010: Serbía - Ísland 0-2
2009: Ísland - Serbía 5-0
2008: Serbía - Ísland 0-4
2007: Ísland - Serbía 5-0
Athugasemdir
banner
banner