Í dag var dregið um mótherja Íslands í umspili Þjóðadeildar kvenna. Ísland spilar þar um áframhaldandi sæti í A-deildinni.
Ísland mun mæta Serbíu í umspilinu. Þess má geta að Ísland er í fjórtánda sæti heimslistans en Serbía í 35. sæti.
Í umspilinu eru tveir leikir, heima og að heiman. Ísland spilar fyrri leikinn á útivelli og sá seinni er skráður heimaleikur. Leikið verður á tímabilinu 21. - 28. febrúar.
Ísland mun mæta Serbíu í umspilinu. Þess má geta að Ísland er í fjórtánda sæti heimslistans en Serbía í 35. sæti.
Í umspilinu eru tveir leikir, heima og að heiman. Ísland spilar fyrri leikinn á útivelli og sá seinni er skráður heimaleikur. Leikið verður á tímabilinu 21. - 28. febrúar.
Þjóðadeildin verður einnig undankeppni fyrir næsta Evrópumót þar sem tvær efstu þjóðirnar í riðlunum tryggja sér sæti á mótinu.
Ekki er ljóst hvar Ísland mun spila heimaleik sinn en stjórn KSÍ hefur lýst því yfir að hún vilji að leikur Íslands sé erlendis.
Einnig var dregið í úrslit Þjóðardeildarinnar sem og í umspil milli B- og C-deildarinnar.
Umspil um sæti í A-deild:
Serbía - Ísland
Ungverjaland - Belgía
Bosnía og Hersegóvína - Svíþjóð
Króatía - Noregur
Umspil um sæti í B-deild:
Lettland - Slóvakía
Svartfjallaland - Norður-Írland
Búlgaría - Úkraína
Úrslit Þjóðadeildarinnar - Undanúrslit:
Spánn - Holland
Frakkland - Þýskaland
Athugasemdir