Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   mið 17. september 2014 19:03
Daníel Freyr Jónsson
HM: Ísland skoraði níu gegn Serbíu
Þóra Björg komast á blað.
Þóra Björg komast á blað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný og Harpa skoruðu báðar tvö mörk.
Dagný og Harpa skoruðu báðar tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 9 - 1 Serbía
1-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('6)
2-0 Glódís Perla Viggósdóttir ('10)
3-0 Rakel Hönnudóttir ('27)
4-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('57)
4-1 Cubrilo ('59)
5-1 Dagný Brynjarsdóttir ('63)
6-1 Þóra Björg Helgadóttir ('65, víti)
7-1 Harpa Þorsteinsdóttir ('71)
8-1 Rakel Hönnudóttir ('72)
9-1 Dagný Brynjarsdóttir ('84)

Íslenska landsliðið átti ekki í neinum vandræðum með Serbíu þegar liðin mættust í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna nú í kvöld. Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli.

íslensku stelpurnar léku við hvern sinn fingur í leiknum og urðu lokatölur 9-1.

Hin funheita Harpa Þorsteinsdóttir hóf veisluna með marki strax á 6. mínútu. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Rakel Hönnudóttir bættu báðar við marki í fyrri hálfleik, en sú síðarnefnda gerði tvö mörk í leiknum.

Dagný Brynjarsdóttir gerði einnig tvö mörk, á meðan markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir skoraði úr vítaspyrnuá 65. mínútu í sínum síðasta landsleik. Harpa gerði skömmu síðar sitt annað mark.

Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir komst einnig á blað í leiknum, meðan Cubrilo gerði mark serbneska liðsins.
Athugasemdir
banner
banner