Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   lau 12. febrúar 2022 10:13
Brynjar Ingi Erluson
Taylor og Zandy áfram með Breiðabliki
Taylor Marie Ziemer
Taylor Marie Ziemer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Breiðabliks framlengdi í dag samninga við Taylor Ziemer og Zandy Soree og spila þær með liðinu á komandi leiktíð en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ziemer, sem er fædd árið 1998, kom inn í lið Blika á síðasta tímabili og skoraði sex mörk í 28 leikjum í deild- og bikar ásamt því að vera öflug í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Alexandra Soree eða Zandy eins og hún er kölluð er belgísk landsliðskona og kom í lið Blika fyrir átökin í Meistaradeildinni og sýndi skemmtilega takta.

Þær hafa báðar framlengt samninga sína við Blika og spila með liðinu á komandi leiktíð.

Breiðablik varð bikarmeistari á síðasta ári og hafnaði í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner