Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 12. febrúar 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Líflegar lýsingar Pioli - „Kyssi þá líka þegar þeir skora“
Rafael Leao og Theo Hernandez
Rafael Leao og Theo Hernandez
Mynd: EPA
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan á Ítalíu, var glaður yfir 1-0 sigri liðsins á Ítalíumeisturum Napoli á San Síró í gær, en þar lýsti hann sambandi Rafael Leao og Theo Hernandez í smáatriðum á vellinum.

Leao lagði upp sigurmarkið fyrir Hernandez í gær en þeir tveir hafa náð einstaklega vel saman á vinstri vængnum.

Pioli hefur ekki yfir neinu að kvarta og var hann í algerri alsælu á blaðamannafundi í gær.

Talaði hann þá um samband leikmannanna en erfitt er að segja til um nákvæmnina í orðum hans.

„Á vængnum geta þeir fundið fyrir hvorum öðrum, þefað af hvorum öðrum, kynnst og kysst hvorn annan. Ég kyssi þá líka þegar þeir skora,“ sagði Pioli og hló.

Líflegar lýsingar hjá Pioli sem er greinilega hæst ánægður með sína menn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner