Þróttur fær Val í heimsókn í síðasta leiknum í riðli eitt í A-deild Lengjubikars kvenna í kvöld.
Valur þarf að vinna til að fylgja Þór/KA í undanúrslit en Þróttur getur treyst á jafntefli en með sigri vinnur liðið riðilinn.
Það eru tveir leikir í riðli fjögur í B-deild Lengjubikars karla. Höttur/Huginn er á toppnum en liðið fær Magna í heimsókn sem er í 3. sæti einu stigi á eftir. Dalvík/Reynir situr í 2. sæti stigi á eftir Hetti/Huginn en liðið mætir botnliði KF.
Tvö efstu liðin í riðli þrjú í C-deild mætast og Grindavík/Njarðvík og ÍBV mætast í B-deild Lengjubikars kvenna.
Valur þarf að vinna til að fylgja Þór/KA í undanúrslit en Þróttur getur treyst á jafntefli en með sigri vinnur liðið riðilinn.
Það eru tveir leikir í riðli fjögur í B-deild Lengjubikars karla. Höttur/Huginn er á toppnum en liðið fær Magna í heimsókn sem er í 3. sæti einu stigi á eftir. Dalvík/Reynir situr í 2. sæti stigi á eftir Hetti/Huginn en liðið mætir botnliði KF.
Tvö efstu liðin í riðli þrjú í C-deild mætast og Grindavík/Njarðvík og ÍBV mætast í B-deild Lengjubikars kvenna.
miðvikudagur 12. mars
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
18:00 Höttur/Huginn-Magni (Fellavöllur)
18:00 Dalvík/Reynir-KF (Dalvíkurvöllur)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 3
20:00 Álftanes-Álafoss (OnePlus völlurinn)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
19:00 Þróttur R.-Valur (AVIS völlurinn)
Lengjubikar kvenna - B-deild
15:45 Grindavík/Njarðvík-ÍBV (BIRTU völlurinn)
Athugasemdir