Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   fim 12. maí 2022 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Arnar ekki nógu ánægður með frammistöðuna: Hefðum getað gert betur
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki ánægður með frammistöðuna í 4-1 sigrinum á Fram í Bestu deild karla í kvöld en hann ræddi við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Fram

Víkingar skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Helgi Guðjónsson gerði fyrsta markið áður en Erlingur Agnarsson bætti við tveimur á fimm mínútum.

Framarar minnkuðu muninn áður en Víkingar gulltryggðu sigurinn í gegn Helga en Arnar var ekki sáttur þrátt fyrir sigur.

„Frammistaðan í kvöld var, þótt fáránlegt megi hljóma, alls ekki nógu góð. Við unnum 4-1 og þetta hljómar asnalega en við vorum ekki nægilega skarpir í kvöld. Þessi aukaleikur sem við erum búnir að spila situr svolítið í mönnum."

„Við erum búnir að spila marga leiki og vorum þungir en náðum að klára þetta í fyrri hálfleik með 3-4 góðum sóknum. Einbeiting leikmanna í seinni hálfleik sem ég skýri frekar á þreytu frekar en eitthvað annað var ábótavant og eitthvað sem við þurfum að hafa í huga þegar við tökum á móti Blikum á mánudaginn."

„Við áttum mjög góðar sóknir á milli í fyrri hálfleik og mögulega voru menn að spara sig í seinni hálfleik. Maður er bara gráðugur, komnir í 3-0 og sárt að fá þetta mark á sig og ná ekki að halda hreinu. Við erum að fá á okkur of mikið af klaufamörkum í sumar og verðum að vera með skarpari haus á mánudaginn,"
sagði Arnar.

Víkingar mæta Breiðabliki í hörkuslag á mánudaginn og þarf að laga ýmislegt fyrir þann leik.

„Klárlega er það mjög jákvætt og við höfum ekki náð að tengja saman sigra í sumar en svo kemur mánudagurinn. Stórleikur og ef við náum að vinna hann þá munar tveimur stigum á okkur á toppliðunum. Þetta er fljótt að gerast, þurfum að sakna orku og taka það jákvæða úr þessum leik en mögulega er maður of harður við strákana. Maður verður að vera það. Mér fannst við 'sloppy' lungan af leiknum og hefðum getað gert betur," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir