Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 21:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Atalanta í Meistaradeildina - Ótrúlegt flug Roma á enda
Ademola Lookman kom Atalanta yfir
Ademola Lookman kom Atalanta yfir
Mynd: EPA
Atalanta 2 - 1 Roma
1-0 Ademola Lookman ('9 )
1-1 Bryan Cristante ('32 )
2-1 Ibrahim Sulemana ('76 )

Atalanta batt enda á ótrúlegt gegni Roma í kvöld og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Ademola Lookman kom Atalanta yfir snemma leiks þegar hann snéri af sér varnarmann inn á teignum og skoraði með góðu skoti í hornið.

Bryan Cristante jafnaði metin þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Matias Soule. Það var síðan Ibrahim Sulemana sem tryggði Atalanta sigurinn þegar hann skoraði með laglegu skoti fyrir utan teiginn.

Roma hefur verið á ótrúlegu flugi undir stjórn Claudio Ranieri en liðið var taplaust í 19 leikjum í röð í deildinni fyrir leik kvöldsins. Sigurinn þýðir að Atalanta er í 3. sæti með 71 stig og er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Roma er í 6. sæti með 63 stig, stigi á eftir Juventus sem er í 4. sæti, þegar tvær umferðir eru eftir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner