Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   sun 01. júní 2025 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bergen
Eggert Aron: Held að fólk á Íslandi átti sig ekki alveg á þessu
Eggert Aron Guðmundsson.
Eggert Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá leiknum í dag, eggert og Freysi.
Frá leiknum í dag, eggert og Freysi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tilfinningin er mjög góð. Það er gott að klára þetta með þremur stigum áður en við förum í frí," sagði Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Brann, eftir 4-2 sigur á Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti.net var á staðnum og ræddi við Eggert eftir leikinn, en hann lagði upp mark og átti mjög fínan leik.

„Þetta var skrítinn fyrri hálfleikur en fínt að klára þetta. Seinni hálfleikur var ekki spes, en við allavega sigldum þessu heim. Það er gott að fara í fríið með sigur."

Hvernig myndirðu lýsa þessum fyrri hálfleik fyrir fólk sem sá hann ekki?

„Bara ping pong. Við skorum 3-0 og svo verður þetta 3-2 á einu augabragði. Varnarlega var þetta ekki alveg nógu gott en við vorum mjög klínískir sem hefur vantað aðeins. Það er margt mjög gott og sumt sem má laga."

Það var svakalega mikil orka í Brann-liðinu fyrsta hálftímann í leiknum.

„Það var svaðaleg orka, en svona er þetta bara hjá Brann. Við erum eitt mest 'intensity' lið - örugglega í Evrópu. Þetta er svolítið svona. Þegar þú mætir á leiki þá viljum við skemmta. Við erum agressívir á hæsta stigi," sagði Eggert. „Það er alvöru stuð hérna og að mínu mat langmesta stemningin í Noregi."

Samfélagið í Bergen tekið mjög vel á móti mér
Það er ekki svo langt síðan Eggert gekk í raðir Brann en hann er nú þegar kominn í mikið uppáhald hjá stuðningsmönnum liðsins. Hann hefur spilað vel eftir komu sína til félagsins og fengið mikið traust hjá Frey Alexanderssyni, þjálfara liðsins.

„Þetta hefur bara verið frábært eftir svona smá erfiðan en lærdómsríkan tíma í Svíþjóð. Samfélagið í Bergen hefur tekið mjög vel á móti mér og ég kann virkilega vel við það að spila hérna og við þann stuðning sem ég fæ frá fólkinu," segir Eggert.

„Að einhverju leyti er þetta betra lið en Elfsborg og umgjörðin í kringum liðið og bærinn; þetta er stærra en ég bjóst við og ég held að fólk á Íslandi átti sig ekki alveg á þessu. Þetta er svolítið klikkað."

Eggert segir að tíminn hjá Elfsborg, þar sem hann fékk ekki mikið að spila, hafi gert sig að betri leikmanni.

„Hérna hentar þetta mér betur og ég held að ég sé að standa mig mjög vel," sagði Eggert.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner