Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   mán 02. júní 2025 09:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leverkusen hafnaði tilboði Liverpool - Vill 20 milljónir í viðbót
Mynd: EPA
Christian Falk, blaðamaður Bild í Þýskalandi fjallar í dag um að Leverkusen hafi hafnað 130 milljón evra tilboði Liverpool í Florian Wirtz.

Falk segir að Leverkusen vilji fá 150 milljónir evra fyrir leikmanninn öfluga.

Florian Plettenberg, á Sky í Þýskalandi segir að viðræður séu enn í gangi, bæði félög vilji ganga frá samningum sem fyrst.

Wirtz er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur einnig verið orðaður við Manchester City, Real Madrid og Bayern München, en er sagður mest vilja fara til Liverpool.
Athugasemdir
banner