Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 01. júní 2025 22:44
Sölvi Haraldsson
Anton Logi spilaði miðvörð: Forréttindi að spila með Viktori
Anton og Viktor.
Anton og Viktor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er mjög sáttur. Við vorum í þeirri stöðu að við þurftum virkilega þrjú stig í dag. Við vorum ákveðnir og gerðum það sem við höfum ekki verið í seinustu leikjum. Við vorum aggresívir út um allan völl og ég held að það hafi skilað þremur punktum í dag.“ sagði Anton Logi Lúðvíksson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Víkingum í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Hvernig var að spila í hafsent í dag með Viktori?

„Bara geggjað. Það eru forréttindi að vera með Viktori sem hefur spilað í þessari deild undanfarin ár. Einn reynslumesti hafsentinn, það er auðveld að koma inn í hlið hans. Hann kann leikinn og stýrir manni og svo er Yeoman hinum meginn. Það hjálpar að hafa þessa gæja þegar maður er að spila stöðu sem maður er ekki vanur.“

Blikar voru heilt yfir ofan á í baráttunni í dag og meiri orka í þeim en í Víkingum.

„Víkingarnir eru náttúrulega eitt besta lið landsins og eru hættulegir. En ég er sammála, ég hafði tilfinninguna inn á vellinum að við vorum ofan á í baráttu út um allan völl. Það er gaman að hafa góða tilfinningu.“

Var mikilvægt að vinna í dag þar sem liðið er á leiðinni í landsleikjapásu núna?

„Klárlega. Að fara inn í fríið með þessa frammistöðu á bakinu verandi búnir með tvo arfa slaka leiki á okkar leveli. Við skulduðum aðallega sjálfum okkur og stuðningsmönnunum sem mæta á alla leiki að gera betur og sýna meiri anda. Það er það sem við skulduðum félaginu. Geðveik tilfinning að fara með þetta inn í pásuna en það breytir því samt ekki að við þurfum virkilega að bæta okkur og taka þessa frammistöðu með okkur, við getum ekki valið okkur leiki sem við mætum í.“

Var eitthvað í leik Víkinga sem kom Antoni á óvart í dag?

„Þeir voru nokkurn veginn eins. Óvænta var að Gylfi var meira central og Valdimar var að droppa út. Þeir voru með þrjá til baka. Nei í raun og veru ekki, við ætluðum bara að fara maður á mann og elta þá út um allan völl. Svosem alveg sama hvaða uppstillingu þeir komu í, það truflaði okkur ekkert við eltuðum þá út um allan völl.“ sagði Anton Logi.

Viðtalið við Anton má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir