Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 01. júní 2025 22:44
Sölvi Haraldsson
Anton Logi spilaði miðvörð: Forréttindi að spila með Viktori
Anton og Viktor.
Anton og Viktor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er mjög sáttur. Við vorum í þeirri stöðu að við þurftum virkilega þrjú stig í dag. Við vorum ákveðnir og gerðum það sem við höfum ekki verið í seinustu leikjum. Við vorum aggresívir út um allan völl og ég held að það hafi skilað þremur punktum í dag.“ sagði Anton Logi Lúðvíksson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Víkingum í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Hvernig var að spila í hafsent í dag með Viktori?

„Bara geggjað. Það eru forréttindi að vera með Viktori sem hefur spilað í þessari deild undanfarin ár. Einn reynslumesti hafsentinn, það er auðveld að koma inn í hlið hans. Hann kann leikinn og stýrir manni og svo er Yeoman hinum meginn. Það hjálpar að hafa þessa gæja þegar maður er að spila stöðu sem maður er ekki vanur.“

Blikar voru heilt yfir ofan á í baráttunni í dag og meiri orka í þeim en í Víkingum.

„Víkingarnir eru náttúrulega eitt besta lið landsins og eru hættulegir. En ég er sammála, ég hafði tilfinninguna inn á vellinum að við vorum ofan á í baráttu út um allan völl. Það er gaman að hafa góða tilfinningu.“

Var mikilvægt að vinna í dag þar sem liðið er á leiðinni í landsleikjapásu núna?

„Klárlega. Að fara inn í fríið með þessa frammistöðu á bakinu verandi búnir með tvo arfa slaka leiki á okkar leveli. Við skulduðum aðallega sjálfum okkur og stuðningsmönnunum sem mæta á alla leiki að gera betur og sýna meiri anda. Það er það sem við skulduðum félaginu. Geðveik tilfinning að fara með þetta inn í pásuna en það breytir því samt ekki að við þurfum virkilega að bæta okkur og taka þessa frammistöðu með okkur, við getum ekki valið okkur leiki sem við mætum í.“

Var eitthvað í leik Víkinga sem kom Antoni á óvart í dag?

„Þeir voru nokkurn veginn eins. Óvænta var að Gylfi var meira central og Valdimar var að droppa út. Þeir voru með þrjá til baka. Nei í raun og veru ekki, við ætluðum bara að fara maður á mann og elta þá út um allan völl. Svosem alveg sama hvaða uppstillingu þeir komu í, það truflaði okkur ekkert við eltuðum þá út um allan völl.“ sagði Anton Logi.

Viðtalið við Anton má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner