Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   sun 01. júní 2025 22:44
Sölvi Haraldsson
Anton Logi spilaði miðvörð: Forréttindi að spila með Viktori
Anton og Viktor.
Anton og Viktor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er mjög sáttur. Við vorum í þeirri stöðu að við þurftum virkilega þrjú stig í dag. Við vorum ákveðnir og gerðum það sem við höfum ekki verið í seinustu leikjum. Við vorum aggresívir út um allan völl og ég held að það hafi skilað þremur punktum í dag.“ sagði Anton Logi Lúðvíksson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Víkingum í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Hvernig var að spila í hafsent í dag með Viktori?

„Bara geggjað. Það eru forréttindi að vera með Viktori sem hefur spilað í þessari deild undanfarin ár. Einn reynslumesti hafsentinn, það er auðveld að koma inn í hlið hans. Hann kann leikinn og stýrir manni og svo er Yeoman hinum meginn. Það hjálpar að hafa þessa gæja þegar maður er að spila stöðu sem maður er ekki vanur.“

Blikar voru heilt yfir ofan á í baráttunni í dag og meiri orka í þeim en í Víkingum.

„Víkingarnir eru náttúrulega eitt besta lið landsins og eru hættulegir. En ég er sammála, ég hafði tilfinninguna inn á vellinum að við vorum ofan á í baráttu út um allan völl. Það er gaman að hafa góða tilfinningu.“

Var mikilvægt að vinna í dag þar sem liðið er á leiðinni í landsleikjapásu núna?

„Klárlega. Að fara inn í fríið með þessa frammistöðu á bakinu verandi búnir með tvo arfa slaka leiki á okkar leveli. Við skulduðum aðallega sjálfum okkur og stuðningsmönnunum sem mæta á alla leiki að gera betur og sýna meiri anda. Það er það sem við skulduðum félaginu. Geðveik tilfinning að fara með þetta inn í pásuna en það breytir því samt ekki að við þurfum virkilega að bæta okkur og taka þessa frammistöðu með okkur, við getum ekki valið okkur leiki sem við mætum í.“

Var eitthvað í leik Víkinga sem kom Antoni á óvart í dag?

„Þeir voru nokkurn veginn eins. Óvænta var að Gylfi var meira central og Valdimar var að droppa út. Þeir voru með þrjá til baka. Nei í raun og veru ekki, við ætluðum bara að fara maður á mann og elta þá út um allan völl. Svosem alveg sama hvaða uppstillingu þeir komu í, það truflaði okkur ekkert við eltuðum þá út um allan völl.“ sagði Anton Logi.

Viðtalið við Anton má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner