Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 01. júní 2025 22:44
Sölvi Haraldsson
Anton Logi spilaði miðvörð: Forréttindi að spila með Viktori
Anton og Viktor.
Anton og Viktor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er mjög sáttur. Við vorum í þeirri stöðu að við þurftum virkilega þrjú stig í dag. Við vorum ákveðnir og gerðum það sem við höfum ekki verið í seinustu leikjum. Við vorum aggresívir út um allan völl og ég held að það hafi skilað þremur punktum í dag.“ sagði Anton Logi Lúðvíksson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Víkingum í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Hvernig var að spila í hafsent í dag með Viktori?

„Bara geggjað. Það eru forréttindi að vera með Viktori sem hefur spilað í þessari deild undanfarin ár. Einn reynslumesti hafsentinn, það er auðveld að koma inn í hlið hans. Hann kann leikinn og stýrir manni og svo er Yeoman hinum meginn. Það hjálpar að hafa þessa gæja þegar maður er að spila stöðu sem maður er ekki vanur.“

Blikar voru heilt yfir ofan á í baráttunni í dag og meiri orka í þeim en í Víkingum.

„Víkingarnir eru náttúrulega eitt besta lið landsins og eru hættulegir. En ég er sammála, ég hafði tilfinninguna inn á vellinum að við vorum ofan á í baráttu út um allan völl. Það er gaman að hafa góða tilfinningu.“

Var mikilvægt að vinna í dag þar sem liðið er á leiðinni í landsleikjapásu núna?

„Klárlega. Að fara inn í fríið með þessa frammistöðu á bakinu verandi búnir með tvo arfa slaka leiki á okkar leveli. Við skulduðum aðallega sjálfum okkur og stuðningsmönnunum sem mæta á alla leiki að gera betur og sýna meiri anda. Það er það sem við skulduðum félaginu. Geðveik tilfinning að fara með þetta inn í pásuna en það breytir því samt ekki að við þurfum virkilega að bæta okkur og taka þessa frammistöðu með okkur, við getum ekki valið okkur leiki sem við mætum í.“

Var eitthvað í leik Víkinga sem kom Antoni á óvart í dag?

„Þeir voru nokkurn veginn eins. Óvænta var að Gylfi var meira central og Valdimar var að droppa út. Þeir voru með þrjá til baka. Nei í raun og veru ekki, við ætluðum bara að fara maður á mann og elta þá út um allan völl. Svosem alveg sama hvaða uppstillingu þeir komu í, það truflaði okkur ekkert við eltuðum þá út um allan völl.“ sagði Anton Logi.

Viðtalið við Anton má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner