Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 01. júní 2025 22:44
Sölvi Haraldsson
Anton Logi spilaði miðvörð: Forréttindi að spila með Viktori
Anton og Viktor.
Anton og Viktor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er mjög sáttur. Við vorum í þeirri stöðu að við þurftum virkilega þrjú stig í dag. Við vorum ákveðnir og gerðum það sem við höfum ekki verið í seinustu leikjum. Við vorum aggresívir út um allan völl og ég held að það hafi skilað þremur punktum í dag.“ sagði Anton Logi Lúðvíksson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á Víkingum í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Hvernig var að spila í hafsent í dag með Viktori?

„Bara geggjað. Það eru forréttindi að vera með Viktori sem hefur spilað í þessari deild undanfarin ár. Einn reynslumesti hafsentinn, það er auðveld að koma inn í hlið hans. Hann kann leikinn og stýrir manni og svo er Yeoman hinum meginn. Það hjálpar að hafa þessa gæja þegar maður er að spila stöðu sem maður er ekki vanur.“

Blikar voru heilt yfir ofan á í baráttunni í dag og meiri orka í þeim en í Víkingum.

„Víkingarnir eru náttúrulega eitt besta lið landsins og eru hættulegir. En ég er sammála, ég hafði tilfinninguna inn á vellinum að við vorum ofan á í baráttu út um allan völl. Það er gaman að hafa góða tilfinningu.“

Var mikilvægt að vinna í dag þar sem liðið er á leiðinni í landsleikjapásu núna?

„Klárlega. Að fara inn í fríið með þessa frammistöðu á bakinu verandi búnir með tvo arfa slaka leiki á okkar leveli. Við skulduðum aðallega sjálfum okkur og stuðningsmönnunum sem mæta á alla leiki að gera betur og sýna meiri anda. Það er það sem við skulduðum félaginu. Geðveik tilfinning að fara með þetta inn í pásuna en það breytir því samt ekki að við þurfum virkilega að bæta okkur og taka þessa frammistöðu með okkur, við getum ekki valið okkur leiki sem við mætum í.“

Var eitthvað í leik Víkinga sem kom Antoni á óvart í dag?

„Þeir voru nokkurn veginn eins. Óvænta var að Gylfi var meira central og Valdimar var að droppa út. Þeir voru með þrjá til baka. Nei í raun og veru ekki, við ætluðum bara að fara maður á mann og elta þá út um allan völl. Svosem alveg sama hvaða uppstillingu þeir komu í, það truflaði okkur ekkert við eltuðum þá út um allan völl.“ sagði Anton Logi.

Viðtalið við Anton má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner