Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 01. júní 2025 20:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ívar Örn: Þeir missa þetta upp í sína eigin vitleysu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vægast sagt súrsæt tilfinning eftir að hafa byrjað þennan leik gjörsamlega ömurlega," sagði Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, eftir jafntefli gegn Stjörnunni í 10. umferð Bestu deildarinnar í dag.

KA liðið var í rúmlega 50 mínútur manni fleira í leiknum eftir að Alex Þór Hauksson fékk að líta beint rautt spjald í lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

„Þeir missa þetta upp í sína eigin vitleysu, þeir ætla að vera agressífir, ég veit það ekki en hann (Alex) fer með sólann upp í mjaðmahæð (á markmanninum) eða hvað sem hann gerir, fyrir mér er það alltaf rautt spjald. Eftir það tökum við mjög augljóslega yfir og búum til margar góðar stöður, vissum að boltinn myndi detta inn ef við værum þolinmóðir, og það gerðist eftir klafs, seinni bolta."

„Svo kemur móment í þessum leik... Elli er vinur minn og allt það, en þetta er bara púra hendi, púra víti og púra rautt. Þeir væru þá tveimur manni færri og við með víti og leikinn jafnan. Þá náttúrulega klárum við þetta alltaf."

„Þetta var aldrei að fara verða fallegt, vissum það alveg, en bara óheppnir að einn bolti hefði ekki dottið inn í viðbót. Svo fannst mér Elli geta keyrt tempóið meira upp, fannst hann spila þetta svolítið upp í hendurnar á þeim, veit ekki hvort hann var með samviskubit yfir að hafa gefið honum rautt spjald eða hvað það var. Það voru litlir hlutir sem pirruðu okkur. Þetta var fín frammistaða enda erum við með gæðin til að koma með svona frammistöðu. En við eigum bara að vinna þennan leik, það er ekki flóknara en það,"
sagði Ívar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner