Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   sun 01. júní 2025 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bergen
Freyr léttur: Veit ekki hvort það var mikið partý á fólkinu í gær eða hvað
Freyr Alexandersson, þjálfari Brann.
Freyr Alexandersson, þjálfari Brann.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr kátur eftir leikinn í dag.
Freyr kátur eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta var kannski allt sem ég óskaði mér þar sem við fengum á okkur tvö mörk í fyrri hálfleik sem eru algjör óþarfi. En að skora fjögur í fyrri hálfleik, vera miklu betri og virkilega agressívir var frábært," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, við Fótbolta.net eftir 4-2 sigur gegn Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Brann skellti sér upp í annað sæti norsku deildarinnar með sigrinum en frammistaða liðsins í fyrri hálfleiknum - lengst af - var fáránlega góð.

„Við þurftum helst að leiða leikinn með tveimur mörkum eða meira eftir fyrri hálfleik, það var óskastaðan í kjölfarið á því að við spiluðum mjög erfiðan leik á fimmtudagskvöld. Við gerðum það og svo gátum við nýtt seinni hálfleik í að æfa ákveðna hluti sem við höfum ekki náð að æfa fyrr á tímabilinu."

Frammistaða Brann í fyrri hálfleiknum minnti svolítið á PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.

„Já, akkúrat. Það var svolítið þannig stemning og bara geggjuð upplifun. Það var mikill léttir fyrir mig að sjá að við værum virkilega 'on it' því ég vissi ekki hvernig við myndum höndla það eftir fimmtudaginn. Ég hef ekki kynnst liðinu í gegnum alla fasa af mótlæti, meðbyr og svo framvegis. Það var smá slag í andlitið á fimmutdaginn og þetta voru virkilega flott viðbrögð hjá leikmönnum í dag."

Það var virkilega gaman að fá að upplifa skemmtilegu stemninguna á Brann Stadion í dag. Ertu orðinn vanur þessu?

„Ég er orðinn vanur og gaman að þú fékkst að upplifa þetta. En þetta var svona frekar lágstemmt í dag. Ég veit ekki hvort það hafi verið mikið partý á fólkinu í gær eða hvað það var. Þú kemur bara aftur þegar það eru meiri flugeldar og meiri læti," sagði Freyr léttur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan en ítarlegt hlaðvarpsviðtal við Freysa var einnig birt hér á síðunni í gær..
Athugasemdir
banner
banner