Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   sun 01. júní 2025 21:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull: Get ekki betur séð en að dómararnir láti það hafa áhrif á sig
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Við vorum með algjöra yfirburði, bæði úti á vellinum og sköpuðum mjög afgerandi færi áður en þeir gefa okkur rautt spjald'
'Við vorum með algjöra yfirburði, bæði úti á vellinum og sköpuðum mjög afgerandi færi áður en þeir gefa okkur rautt spjald'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er bara ánægður með strákana, fannst þeir díla vel við mótlæti'
'Ég er bara ánægður með strákana, fannst þeir díla vel við mótlæti'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Erfiður leikur, mjög ánægður með liðið, mjög ánægður hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við spiluðum hann allan tímann. Við vorum með algjöra yfirburði, bæði úti á vellinum og sköpuðum mjög afgerandi færi áður en þeir gefa okkur rautt spjald. Seinni hálfleikurinn var erfiður og þeir gerðu vel," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafntefli gegn KA í 10. umferð Bestu deildarinnar.

Stjarnan var mun betra liðið í fyrri hálfleik, náði að koma inn marki en eftir að Alex Þór Hauksson fékk að líta rauða spjaldið tók KA öll völd á vellinum og jafnaði undir lok leiksins.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

Hvernig sérðu þetta rauða spjald á Alex?

„Ég er búinn að skoða þetta frá öllum sjónarhornum, Alex fer í boltann, er með löppina aðeins á lofti, og svo klessa þeir saman og það fer allt á hliðina hérna á vellinum. Ég get ekki betur séð en að dómararnir láti það hafa áhrif á sig. Mér finnst það stór ákvörðun og mér finnst þetta bara ekki vera rautt spjald. Svo verða bara einhverjir fróðari menn að dæma um það. Þeir munu leita allra leiða til að réttlæta að hafa gert það (gefið rautt) en eins og ég sé þetta þá bara finnst mér það ekki. Ef að það er, þá er það helvíti blóðugt."

„Ég átta mig ekki á því, nenni ekki að pæla í því. Ég er bara ánægður með strákana, fannst þeir díla vel við mótlæti. Við þurfum að geta dílað við mótlæti, sama hvort þetta var rétt eða rangt. Það situr eftir, er ánægður með liðið."


Hefði það verið rán ef Stjarnan hefði farið með sigur í leiknum, þar sem KA fékk ekki vítaspyrnu sem Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Jökuls, viðurkennir að hefði átt að vera dæmd eftir klukkutíma leik.

„Það kemur út á eitt, ég veit það ekki. Það eina sem ég hefði viljað sjá meira frá okkur er að við hefðum getað verið miskunnarlausari inn í teignum þessar fyrstu 35 mínútur. Þar getum við gert betur."

Hefðir þú sætt þig við 1-1 fyrir fram?

„Alls ekki, heldur ekki eins og leikurinn spilaðist og heldur ekki eftir að við urðum manni færri - þó að þeir hafi stýrt leiknum. Ég hefði aldrei tekið það," sagði Jökull.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner