Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 02. júní 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 5. umferðar - Lék gömlu félagana grátt
Lengjudeildin
Jóhann Þór er leikmaður umferðarinnar.
Jóhann Þór er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: HK
Adam Árni var maður leiksins í Breiðholti.
Adam Árni var maður leiksins í Breiðholti.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Öll liðin sem unnu í 5. umferð Lengjudeildarinnar skoruðu þrjú mörk eða meira! Skiljanlega er úrvalslið umferðarinnar ansi sóknarsinnað.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Jóhann Þór Arnarsson lék gömlu félagana grátt í 3-0 útisigri HK gegn Keflavík. Skoraði tvö mörk og var sífellt að ógna á bakvið vörn Keflavíkur með flottum hlaupum.



HK á fleiri fulltrúa í úrvalsliðinu. Þorsteinn Aron Antonsson var öflugur í vörninni og Hermann Hreiðarsson er þjálfari umferðarinnar.

Njarðvík er á toppnum en Oumar Diouck skoraði tvö og lagði upp eitt í 4-0 útisigri gegn Selfossi. Aron Snær Friðriksson var frábær í marki Njarðvíkinga.

ÍR er í öðru sæti með lakari markatöli en Njarðvík. Breiðhyltingar unnu 3-0 útisigur gegn Fjölni. Sigurður Karl Gunnarsson skoraði og var frábær varnarlega. Alexander Kostic var umferðarstjóri ÍR á miðsvæðinu.

Aron Snær Ingason skoraði og lagði upp í 4-1 sigri Þróttar gegn Völsungi. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði sitt sjöunda mark í deildinni þegar Þór vann Fylki 4-1. Orri Sigurjónsson var leiðtogi aftast hjá Þór.

Adam Árni Róbertsson skoraði tvö í 6-2 útisigri gegn Leikni. Breki Þór Hermannsson skoraði einnig tvö í leiknum.

Fyrri úrvalslið:
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 16 9 7 0 38 - 15 +23 34
2.    ÍR 16 9 6 1 30 - 15 +15 33
3.    Þór 16 9 3 4 36 - 23 +13 30
4.    HK 16 9 3 4 29 - 18 +11 30
5.    Þróttur R. 16 8 5 3 30 - 25 +5 29
6.    Keflavík 16 7 4 5 34 - 27 +7 25
7.    Völsungur 16 5 4 7 27 - 33 -6 19
8.    Grindavík 16 5 2 9 32 - 44 -12 17
9.    Selfoss 16 4 1 11 16 - 32 -16 13
10.    Fjölnir 16 2 6 8 25 - 39 -14 12
11.    Fylkir 16 2 5 9 21 - 28 -7 11
12.    Leiknir R. 16 2 4 10 15 - 34 -19 10
Athugasemdir
banner
banner