Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 01. júní 2025 20:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haddi: Ef það er rétt sem þú segir þá því miður var það vitlaus ákvörðun
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er ánægður að strákarnir héldu alltaf áfram og inn fór boltinn sem betur fer'
'Ég er ánægður að strákarnir héldu alltaf áfram og inn fór boltinn sem betur fer'
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta er blendið, við eigum rosalega erfiðan fyrri hálfleik og mér fannst Stjarnan spila frábærlega. Spilið þeirra gekk upp og við vorum alltaf á eftir í allt. Eftir að við fáum dauðafæri í byrjun fannst mér þeir taka yfir, gef þeim það að þeir spiluðu virkilega vel," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í 10. umferð Bestu deildarinnar í dag.

Stjarnan komst yfir í fyrri hálfleik en KA jafnaði seint í venjulegum leiktíma.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

„Leikurinn breytist svo, þeir fá rautt spjald og eðlilega sitjum við á boltanum. Ég er virkilega ánægður með annan hálfleikinn, liggjum á þeim, eigum 100 fyrirgjafir, skorum mark og eigum örugglega 20 horn (14 í heildina). Við gerum það sem ég vil að við gerum, bara því miður skorum við bara eitt mark. Við vildum fá víti þar sem allir virðast sjá að boltinn fari í hendina á honum."

Undirritaður sagði Hadda frá því að Samúel væri búinn að viðurkenna að boltinn hafi farið í höndina á sér í umræddu atviki. Hvað finnst þér þá um þetta atvik?

„Dómarinn bara sá það ekki, ég er búinn að tala við hann og hann bara útskýrði sitt mál, fannst þetta fara í hausinn á honum og ekkert við því að segja. Það er súrt fyrir okkur en ég hef enga trú á öðru en að dómarnir hafi verið að reyna taka rétta ákvörðun. Ef það er rétt sem þú segir þá því miður var það vitlaus ákvörðun. En ég ætla ekki að spá í því, ætla frekar spá í okkur og hvar við þurfum að bæta okkur. Hrós á liðið mitt fyrir karakter, aftur komum við til baka. Þó að það hefðu átt að vera þrjú stig, þá tökum við þetta eina með okkur."

„Eðlilega hefði ég trú á því (að við myndum klára leikinn) ef við hefðum verið tveimur fleiri. Við gerðum nóg til að vinna leikinn, en það tókst ekki. Þeir vörðust vel í boxinu, markmaðurinn þeirra varði vel, skjótum í slána og niður og eigum að fá víti samkvæmt þér. Ég er bara ánægður með það og tek það með mér í fríið."

„Maður hugsaði á tímabili hvort við myndum ekki ná þessu, það er stór munur á að ná jafntefli eða tapa. Ég er ánægður að strákarnir héldu alltaf áfram og inn fór boltinn sem betur fer."


Sérðu vel atvikið þegar Alex fær rautt spjald?

„Ég sé að hann er að fara og hann fer helvíti grimmt í tæklinguna, ég veit ekki nákvæmlega hvar hann lendir í markmanninum okkar, en þetta var það gróf tækling að maður hugsaði hvort þetta yrði gult eða rautt. Hann dæmdi og gaf honum rautt spjald," sagði Haddi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner