Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 31. maí 2025 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Már hækkaði áætlað virði sitt og er líklega á förum
Átti gott tímabil í hollensku úrvalsdeildinni.
Átti gott tímabil í hollensku úrvalsdeildinni.
Mynd: NAC Breda
Mynd: NAC Breda
Í hollenskum miðlum er sagt frá því að Elías Már Ómarsson og hollenska félagið NAC Breda séu í viðræðum um áframhaldandi samning. Elías verður samningslaus í lok mánaðar og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í hans málum. Sagt er að niðurstaða verði komin í viðræðurnar fyrir lok helgarinnar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ólíklegt að Elías verði áfram hjá hollenska félaginu en hann er að skoða hvaða möguleika hann hefur, það er áhugi annars staðar frá.

Elías Már er þrítugur framherji sem hefur leikið erlendis í rúman áratug. Hann hélt í atvinnumennsku eftir að hafa skorað sex mörk í 20 leikjum með Keflavík í Pepsi-deildinni eins og hún hét þá. Það var hans annað heila tímabil í meistaraflokki.

Hann var fenginn til Våleregna í Noregi fyrir tímabilið 2015, hann lék seinni hluta tímabilsins 2016 á láni hjá Gautaborg og var í kjölfarið fenginn alfarið yfir. Í ágúst 2018 var hann keyptur til Excelsior í Hollandi, næst fór hann til Nimes í Frakklandi sumarið 2021 og í janúar 2023 samdi hann við NAC í Hollandi.

Á nýliðnu tímabili skoraði hann átta mörk og lagði upp tvö í 32 leikjum, þar af voru 29 byrjunarliðsleikir. NAC endaði í 15. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.

Þess má geta að áætlað virði Elíasar hækkaði á tímabilinu því samkvæmt Transfermarkt var hann metinn á 500 þúsund evrur fyrir tímabilið en er nú metinn á 700 þúsund evrur, sem gefur til kynna að hann hafi átt gott tímabil.

Elías á að baki níu A-landsleiki, lék sinn níunda leik í mars 2017 og var síðast í hópnum haustið 2021.
Stöðutaflan Holland Holland efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 AZ 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Ajax 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Excelsior 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Feyenoord 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Fortuna Sittard 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Go Ahead Eagles 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Groningen 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Heerenveen 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Heracles Almelo 0 0 0 0 0 0 0 0
10 NAC 0 0 0 0 0 0 0 0
11 NEC 0 0 0 0 0 0 0 0
12 PSV 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Sparta Rotterdam 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Telstar 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Twente 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Willem II 34 6 8 20 34 56 -22 26
16 Utrecht 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Volendam 0 0 0 0 0 0 0 0
17 RKC 34 6 7 21 44 74 -30 25
18 Almere City FC 34 4 10 20 23 64 -41 22
18 Zwolle 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner