Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   sun 01. júní 2025 19:18
Elvar Geir Magnússon
Ekroth veikur - „Flott eldskírn fyrir Robba“
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er nýhafinn stórleikur Breiðabliks og Víkings í 10. umferð Bestu deildarinnar.

Róbert Orri Þorkelsson er að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Víking í Bestu deildinni en hann er fyrrum leikmaður Blika. Hann kemur inn í vörnina í stað fyrirliðans Oliver Ekroth.

Ekroth er veikur og því ekki með Víkingi í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Hann er með hita og veikur. Robbi stígur inn í staðinn fyrir hann. Það er flott eldskírn fyrir hann að spila hér á sínum gamla heimavelli. Það verður gaman að sjá Robba inni á vellinum, hann hefur verið óheppinn með meiðsli," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner
banner