Logi Tómasson er á leið til Samsunspor í Tyrklandi frá Stomsgodset í Noregi. þegar sumarglugginn opnast.
Deildin í Tyrklandi klárast í dag en Samsunspor mun spila gríðarlega mikilvægan leik.
Deildin í Tyrklandi klárast í dag en Samsunspor mun spila gríðarlega mikilvægan leik.
Liðið er í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Besiktas sem er í 4. sæti. Samsunspor þarf því sigur gegn Kayserispor klukkan 16 í dag til að gulltryggja sér 3. sæti deildarinnar.
3. og 4. sætið fara í Evrópudeildina en það er mikilvægt að enda ofar því þá mun liðið hefja keppni í Evrópudeildinni seinna og fer því styttri leið í átt að riðlakeppninni.
Logi er 24 ára vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá Víkingi og hélt út í atvinnumennsku í lok ágúst 2023. Hann hefur leikið mjög vel með Strömsgodset og vann sér í fyrra inn sæti í íslenska landsliðinu.
Athugasemdir