Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
   sun 01. júní 2025 22:17
Sölvi Haraldsson
Sölvi svekktur: Veit ekki hvað ég á að segja
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virklega svekkjandi tap. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Við vorum dálítið undir í návígunum í þessum leik. Tobias Thomsen var að gera okkur erfitt fyrir og það er erfitt að díla við löngu boltana hjá þeim. Annars fannst mér þetta tiltölulega jöfn barátta í leiknum. Mér fannst þetta detta fyrir þá mörkin sem þeir fá.“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, eftir 3-1 tap á Kópavogsvelli gegn Breiðabliki.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Var eitthvað í leik Blika sem kom Sölva og Víkingum á óvart í kvöld?

„Nei í raun og veru ekki. Það kom ekkert á óvart í þeirra uppstillingu eða hvernig þeir spiluðu. Við bara díluðum illa við þessa löngu bolta. Hvort sem það var klaufaskapur hjá mér. Ég á eftir að tékka aftur á því að fara í 5 manna vörn og stíga svona hátt á þá. Það voru nokkrir hlutir sem við fórum yfir í hálfleik. Pressan var ekki nógu góð en við lögfærðum það í seinni hálfleik.“

Sölvi segir Blika hafa verið klínískari en Víkingar í dag sem réði úrslitunum að hans mati.

„Ég á eftir að sjá þetta betur en mér fannst þeir á betri degi. Þeir voru klínískari þegar þeir fengu sínar stöður. Við fengum vissulega okkar stöður til að skora mörkin en þeir voru bara klínískari í dag.“

Niko Hansen hefur verið meiddur en hann kemur inn á í dag og bætir sóknarleik Víkinga til muna. Hver er staðan á Niko í dag?

„Hún er bara fín. Hann fékk dead leg í seinasta leik og var pínu aumur og stífur í lærinu, en hann kom inn með mikinn kraft. Hann hefur verið flottur fyrir okkur. Þú veist hvað þú færð frá Niko, hann kveikir svolítið í liðinu sem hann gerði í dag. Mögulega hefði ég átt að setja hann fyrr inn á í dag.“

Hvaða svör fékk Sölvi frá dómurunum þegar hann kvartaði undan þriðja marki Blika þar sem Víkingar vildu brot á Tobias Thomsen?

„Þú færð engin svör frá þeim. Þeir bara lyfta öxlum og segja þér að fara aftur inn í boðvanginn.“

Viðtalið við Sölva má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner