Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   sun 01. júní 2025 20:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samúel viðurkennir hendina - „Veit ekki hvernig reglan er"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert smá skúffaður að gera jafntefli, það er í raun eins og tap fyrir okkur. Við byrjum þennan leik frábærlega, það var bara eitt lið á vellinum, spiluðum rábærlega, plús á alla strákana. Svo er bara fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegt. En það er bara svona, stórt hrós á liðið," sagði Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli gegn KA í 10. umferð Bestu deildarinnar í dag.

Dómurinn sem hann nefnir þarna er brottvísun Alex Þórs Haukssonar undir lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

„Ég þarf að sjá það aftur fyrst, en það skiptir ekki máli. Við héldum bara áfram, spiluðum vel og þeir opnuðu okkur ekki einu sinni. Eina sem þeir gerðu var að krossa boltanum og við díluðum við það."

KA menn vildu fá víti og væntanlega rautt með því þegar Bjarni Aðalsteinsson átti skot sem fór í hönd Samúels inn á vítateig Stjörnunnar á 60. mínútu leiksins. Samúel svaraði hreinskilnislega þegar hann var spurður út í þetta atvik.

„Þetta er bara víti, það vissu það allir. Ég var bara klárlega heppinn."

„Klárlega svekkjandi að þeir hafi náð að jafna, biddu fyrir þér ef við hefðum verið ellefu inn á vellinum."


Samúel var spurður nánar út í atvikið, hefði komið á óvart að sjá rautt fara á loft eftir að boltinn fór í höndina?

„Ég veit ekki hvernig reglan er, ég efast um að skot í hönd sé beint rautt, en ég veit það ekki alveg. Þetta var klárlega víti, það sjá það allir," sagði Samúel. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner