Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   sun 01. júní 2025 20:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samúel viðurkennir hendina - „Veit ekki hvernig reglan er"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert smá skúffaður að gera jafntefli, það er í raun eins og tap fyrir okkur. Við byrjum þennan leik frábærlega, það var bara eitt lið á vellinum, spiluðum rábærlega, plús á alla strákana. Svo er bara fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegt. En það er bara svona, stórt hrós á liðið," sagði Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli gegn KA í 10. umferð Bestu deildarinnar í dag.

Dómurinn sem hann nefnir þarna er brottvísun Alex Þórs Haukssonar undir lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

„Ég þarf að sjá það aftur fyrst, en það skiptir ekki máli. Við héldum bara áfram, spiluðum vel og þeir opnuðu okkur ekki einu sinni. Eina sem þeir gerðu var að krossa boltanum og við díluðum við það."

KA menn vildu fá víti og væntanlega rautt með því þegar Bjarni Aðalsteinsson átti skot sem fór í hönd Samúels inn á vítateig Stjörnunnar á 60. mínútu leiksins. Samúel svaraði hreinskilnislega þegar hann var spurður út í þetta atvik.

„Þetta er bara víti, það vissu það allir. Ég var bara klárlega heppinn."

„Klárlega svekkjandi að þeir hafi náð að jafna, biddu fyrir þér ef við hefðum verið ellefu inn á vellinum."


Samúel var spurður nánar út í atvikið, hefði komið á óvart að sjá rautt fara á loft eftir að boltinn fór í höndina?

„Ég veit ekki hvernig reglan er, ég efast um að skot í hönd sé beint rautt, en ég veit það ekki alveg. Þetta var klárlega víti, það sjá það allir," sagði Samúel. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner