Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 01. júní 2025 20:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samúel viðurkennir hendina - „Veit ekki hvernig reglan er"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert smá skúffaður að gera jafntefli, það er í raun eins og tap fyrir okkur. Við byrjum þennan leik frábærlega, það var bara eitt lið á vellinum, spiluðum rábærlega, plús á alla strákana. Svo er bara fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegt. En það er bara svona, stórt hrós á liðið," sagði Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli gegn KA í 10. umferð Bestu deildarinnar í dag.

Dómurinn sem hann nefnir þarna er brottvísun Alex Þórs Haukssonar undir lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

„Ég þarf að sjá það aftur fyrst, en það skiptir ekki máli. Við héldum bara áfram, spiluðum vel og þeir opnuðu okkur ekki einu sinni. Eina sem þeir gerðu var að krossa boltanum og við díluðum við það."

KA menn vildu fá víti og væntanlega rautt með því þegar Bjarni Aðalsteinsson átti skot sem fór í hönd Samúels inn á vítateig Stjörnunnar á 60. mínútu leiksins. Samúel svaraði hreinskilnislega þegar hann var spurður út í þetta atvik.

„Þetta er bara víti, það vissu það allir. Ég var bara klárlega heppinn."

„Klárlega svekkjandi að þeir hafi náð að jafna, biddu fyrir þér ef við hefðum verið ellefu inn á vellinum."


Samúel var spurður nánar út í atvikið, hefði komið á óvart að sjá rautt fara á loft eftir að boltinn fór í höndina?

„Ég veit ekki hvernig reglan er, ég efast um að skot í hönd sé beint rautt, en ég veit það ekki alveg. Þetta var klárlega víti, það sjá það allir," sagði Samúel. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir