Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 01. júní 2025 22:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingar komu Dóra gríðarlega á óvart - „Hentaði ekki vel á móti okkur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann sannfærandi sigur á Víkingum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Víkingur er með gott lið og hafa gert vel að 'grind'a' út úrslit í sumar. Með fullri virðingu fyrir þeim vorum við miklu betri, þeir skapa sér ekki færi en við gefum þeim mark sem mér fannst óþarfi. Þeir eru með 40 sentimetra á okkur að meðaltali í hæð og náðu ekki að ógna okkur úr því sem þeir eru sterkastir í, löngum innköstum og hornspyrnum," sagði Dóri.

Dóri var aldrei efins um úrslit leiksins.

„Mér leið þannig frá fyrstu mínútu, það var djöfulsins eldur og kraftur í okkur. Fimm menn sem koma inn sem spiluðu ekki síðast. Nokkrir á annari löppinn, síðustu átta dagar hafa tekið sinn toll."

Uppstilling Víkinga kom Dóra mikið á óvart.

„Þeir spiluðu þessa fimm manna vörn í byrjun móts. Við vissum að þeir gætu farið í þetta en bjuggumst ekkert endilega við því. Það var mjög mikilvægt að pressa þá stíft svo þeir kæmust ekki í formið sitt. Það kom mér gríðarlega á óvart að þeir væru í þessu kerfi og pressuðu lítið. Þegar 'gameplanið' er sett saman þá hafa menn trú á því en það hentaði ekki vel á móti okkur í dag en hefur gengið á móti öðrum liðum þannig ég skil þá."

Tap hefði þýtt að sjö stig væru á milli liðanna en í staðin er Breiðablik aðeins stigi á eftir toppliði Víkings.

„Það er ekki gott ef þeir hefðu verið með sjö stiga forystu en það eru fimm mánuðir eftir af mótinu og sama hvernig niðurstaðan hefði verið í dag er mikilvægt að setja saman góða frammistöðu og frábært að vinna. Það er gríðarlegur munur á einu stigi, fjórum og sjö, það er ekki spurning. Að sama skapi vannst ekkert eða tapaðist í dag,"
Athugasemdir
banner
banner