Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
banner
   sun 01. júní 2025 22:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingar komu Dóra gríðarlega á óvart - „Hentaði ekki vel á móti okkur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann sannfærandi sigur á Víkingum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Víkingur er með gott lið og hafa gert vel að 'grind'a' út úrslit í sumar. Með fullri virðingu fyrir þeim vorum við miklu betri, þeir skapa sér ekki færi en við gefum þeim mark sem mér fannst óþarfi. Þeir eru með 40 sentimetra á okkur að meðaltali í hæð og náðu ekki að ógna okkur úr því sem þeir eru sterkastir í, löngum innköstum og hornspyrnum," sagði Dóri.

Dóri var aldrei efins um úrslit leiksins.

„Mér leið þannig frá fyrstu mínútu, það var djöfulsins eldur og kraftur í okkur. Fimm menn sem koma inn sem spiluðu ekki síðast. Nokkrir á annari löppinn, síðustu átta dagar hafa tekið sinn toll."

Uppstilling Víkinga kom Dóra mikið á óvart.

„Þeir spiluðu þessa fimm manna vörn í byrjun móts. Við vissum að þeir gætu farið í þetta en bjuggumst ekkert endilega við því. Það var mjög mikilvægt að pressa þá stíft svo þeir kæmust ekki í formið sitt. Það kom mér gríðarlega á óvart að þeir væru í þessu kerfi og pressuðu lítið. Þegar 'gameplanið' er sett saman þá hafa menn trú á því en það hentaði ekki vel á móti okkur í dag en hefur gengið á móti öðrum liðum þannig ég skil þá."

Tap hefði þýtt að sjö stig væru á milli liðanna en í staðin er Breiðablik aðeins stigi á eftir toppliði Víkings.

„Það er ekki gott ef þeir hefðu verið með sjö stiga forystu en það eru fimm mánuðir eftir af mótinu og sama hvernig niðurstaðan hefði verið í dag er mikilvægt að setja saman góða frammistöðu og frábært að vinna. Það er gríðarlegur munur á einu stigi, fjórum og sjö, það er ekki spurning. Að sama skapi vannst ekkert eða tapaðist í dag,"
Athugasemdir
banner
banner
banner