Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 01. júní 2025 22:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingar komu Dóra gríðarlega á óvart - „Hentaði ekki vel á móti okkur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann sannfærandi sigur á Víkingum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Víkingur er með gott lið og hafa gert vel að 'grind'a' út úrslit í sumar. Með fullri virðingu fyrir þeim vorum við miklu betri, þeir skapa sér ekki færi en við gefum þeim mark sem mér fannst óþarfi. Þeir eru með 40 sentimetra á okkur að meðaltali í hæð og náðu ekki að ógna okkur úr því sem þeir eru sterkastir í, löngum innköstum og hornspyrnum," sagði Dóri.

Dóri var aldrei efins um úrslit leiksins.

„Mér leið þannig frá fyrstu mínútu, það var djöfulsins eldur og kraftur í okkur. Fimm menn sem koma inn sem spiluðu ekki síðast. Nokkrir á annari löppinn, síðustu átta dagar hafa tekið sinn toll."

Uppstilling Víkinga kom Dóra mikið á óvart.

„Þeir spiluðu þessa fimm manna vörn í byrjun móts. Við vissum að þeir gætu farið í þetta en bjuggumst ekkert endilega við því. Það var mjög mikilvægt að pressa þá stíft svo þeir kæmust ekki í formið sitt. Það kom mér gríðarlega á óvart að þeir væru í þessu kerfi og pressuðu lítið. Þegar 'gameplanið' er sett saman þá hafa menn trú á því en það hentaði ekki vel á móti okkur í dag en hefur gengið á móti öðrum liðum þannig ég skil þá."

Tap hefði þýtt að sjö stig væru á milli liðanna en í staðin er Breiðablik aðeins stigi á eftir toppliði Víkings.

„Það er ekki gott ef þeir hefðu verið með sjö stiga forystu en það eru fimm mánuðir eftir af mótinu og sama hvernig niðurstaðan hefði verið í dag er mikilvægt að setja saman góða frammistöðu og frábært að vinna. Það er gríðarlegur munur á einu stigi, fjórum og sjö, það er ekki spurning. Að sama skapi vannst ekkert eða tapaðist í dag,"
Athugasemdir