Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
   sun 01. júní 2025 22:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingar komu Dóra gríðarlega á óvart - „Hentaði ekki vel á móti okkur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann sannfærandi sigur á Víkingum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Víkingur er með gott lið og hafa gert vel að 'grind'a' út úrslit í sumar. Með fullri virðingu fyrir þeim vorum við miklu betri, þeir skapa sér ekki færi en við gefum þeim mark sem mér fannst óþarfi. Þeir eru með 40 sentimetra á okkur að meðaltali í hæð og náðu ekki að ógna okkur úr því sem þeir eru sterkastir í, löngum innköstum og hornspyrnum," sagði Dóri.

Dóri var aldrei efins um úrslit leiksins.

„Mér leið þannig frá fyrstu mínútu, það var djöfulsins eldur og kraftur í okkur. Fimm menn sem koma inn sem spiluðu ekki síðast. Nokkrir á annari löppinn, síðustu átta dagar hafa tekið sinn toll."

Uppstilling Víkinga kom Dóra mikið á óvart.

„Þeir spiluðu þessa fimm manna vörn í byrjun móts. Við vissum að þeir gætu farið í þetta en bjuggumst ekkert endilega við því. Það var mjög mikilvægt að pressa þá stíft svo þeir kæmust ekki í formið sitt. Það kom mér gríðarlega á óvart að þeir væru í þessu kerfi og pressuðu lítið. Þegar 'gameplanið' er sett saman þá hafa menn trú á því en það hentaði ekki vel á móti okkur í dag en hefur gengið á móti öðrum liðum þannig ég skil þá."

Tap hefði þýtt að sjö stig væru á milli liðanna en í staðin er Breiðablik aðeins stigi á eftir toppliði Víkings.

„Það er ekki gott ef þeir hefðu verið með sjö stiga forystu en það eru fimm mánuðir eftir af mótinu og sama hvernig niðurstaðan hefði verið í dag er mikilvægt að setja saman góða frammistöðu og frábært að vinna. Það er gríðarlegur munur á einu stigi, fjórum og sjö, það er ekki spurning. Að sama skapi vannst ekkert eða tapaðist í dag,"
Athugasemdir
banner