Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 01. júní 2025 22:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingar komu Dóra gríðarlega á óvart - „Hentaði ekki vel á móti okkur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann sannfærandi sigur á Víkingum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Víkingur er með gott lið og hafa gert vel að 'grind'a' út úrslit í sumar. Með fullri virðingu fyrir þeim vorum við miklu betri, þeir skapa sér ekki færi en við gefum þeim mark sem mér fannst óþarfi. Þeir eru með 40 sentimetra á okkur að meðaltali í hæð og náðu ekki að ógna okkur úr því sem þeir eru sterkastir í, löngum innköstum og hornspyrnum," sagði Dóri.

Dóri var aldrei efins um úrslit leiksins.

„Mér leið þannig frá fyrstu mínútu, það var djöfulsins eldur og kraftur í okkur. Fimm menn sem koma inn sem spiluðu ekki síðast. Nokkrir á annari löppinn, síðustu átta dagar hafa tekið sinn toll."

Uppstilling Víkinga kom Dóra mikið á óvart.

„Þeir spiluðu þessa fimm manna vörn í byrjun móts. Við vissum að þeir gætu farið í þetta en bjuggumst ekkert endilega við því. Það var mjög mikilvægt að pressa þá stíft svo þeir kæmust ekki í formið sitt. Það kom mér gríðarlega á óvart að þeir væru í þessu kerfi og pressuðu lítið. Þegar 'gameplanið' er sett saman þá hafa menn trú á því en það hentaði ekki vel á móti okkur í dag en hefur gengið á móti öðrum liðum þannig ég skil þá."

Tap hefði þýtt að sjö stig væru á milli liðanna en í staðin er Breiðablik aðeins stigi á eftir toppliði Víkings.

„Það er ekki gott ef þeir hefðu verið með sjö stiga forystu en það eru fimm mánuðir eftir af mótinu og sama hvernig niðurstaðan hefði verið í dag er mikilvægt að setja saman góða frammistöðu og frábært að vinna. Það er gríðarlegur munur á einu stigi, fjórum og sjö, það er ekki spurning. Að sama skapi vannst ekkert eða tapaðist í dag,"
Athugasemdir
banner