Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
banner
   mán 12. maí 2025 23:18
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Stórskemmtilegur bara, mér fannst eins og hefur verið í leikjum á milli Þróttar og Víkings núna undanfarið, það hefur verið svona mikil barátta og góð ákefð. Mér fannst við ná góðri stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og skoruðum góð mörk og bættum svo við og auðvitað Víkingarnir náttúrulega voru særðir og eru særðar og þetta er gott lið sem að var svona að reyna að klóra til baka og gerði það vel. Með stórhættulega, góða leikmenn fram á við, gott lið þannig að fyrir okkur að skora sex og fara vel út úr leiknum, rúlla vel á liðinu, bara feikilega ánægður með það." 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 6 -  3 Víkingur R.

Þróttur og Víkingur mættust fyrr í sumar í gjörólíkum leið þar sem aðeins var eitt mark skorað. 
„Þetta var aðeins opnari leikur og sóknarleikurinn okkar, það sem að við kannski lærðum af þeim leik gekk betur upp. Við fórum vel í gegnum kantana og bakverðirnir okkar komu vel með. Við vorum aðeins rólegri á boltann, fórum ekki alveg í æsingin og svo bara var einhvern vegin sóknarleikurinn on í dag, virkilega góður."

Þróttur náði mest 4 marka forystu þegar staðan var 4-0 en fengu á sig þrjú mörk og endaði leikurinn 6-3, 
„Nei, nei, við förum ekkert lengra í bikrarnum hvort sem við vinnum 7, 8, eða 9 - 0 eða förum ekkert styttra við það að fá á okkur 3 mörk. Það sem að ég tek með mér er það að liðið skorar 6 mörk á móti sterku liði og svo ef að maður nennir eitthvað að vera hengja haus yfir þremur mörkum sem maður fær á sig í bikarnum þá getur maður bara farið og grafið sig ofan í holu og farið að skoða og ég hérna nenni því ekki. Það er áfram bara, við erum komin áfram í bikarnum og næsta verkefni á laugardaginn."

Þróttur fer vel af stað í sumar og hafa en ekki tapað leik, 
„Já ég er mjög ánægður með þessa byrjun, við erum búnar að tapa tveimur stigum, vorum svolítið súrar með það en það er ekki hægt að fá allt þannig bara njóta á meðan er."


Athugasemdir
banner