Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
Danski varnarmaðurinn Morten Ohlsen Hansen er Sterkasti leikmaður 6. umferðar Bestu deildarinnar en hann var maður leiksins í 2-0 sigri gegn Astureldingu.
„Fiskar vítið og með frábæra stoðsendingu í seinna markinu. Ásamt Eiði og Gus gerði hann svo frábærlega í því að vernda Guy í markinu sem þurfti aldrei að taka á honum stóra sínum," skrifaði Hákon Dagur Guðjónsson, fréttamaður Fótbolta.net á Ísafirði, um Morten í skýrslu um leikinn.
„Fiskar vítið og með frábæra stoðsendingu í seinna markinu. Ásamt Eiði og Gus gerði hann svo frábærlega í því að vernda Guy í markinu sem þurfti aldrei að taka á honum stóra sínum," skrifaði Hákon Dagur Guðjónsson, fréttamaður Fótbolta.net á Ísafirði, um Morten í skýrslu um leikinn.
Lestu um leikinn: Vestri 2 - 0 Afturelding
Morten hefur verið með fyrirliðabandið hjá Vestra en þessi 31 árs leikmaður er á sínu þriðja tímabili hjá liðinu. Hann missti af stórum hluta síðasta tímabils en hjálpaði Vestra að komast upp úr Lengjudeildinni 2023.
Vestraveggurinn svokallaði er nánast órjúfanlegur en varnarleikur liðsins er lykillinn að frábærri byrjun á tímabilinu. Vestri er með markatöluna 8-2 eftir sex umferðir og er á toppnum ásamt Breiðabliki og Víkingi.
Leikmenn umferðarinnar:
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 6 | 4 | 1 | 1 | 13 - 5 | +8 | 13 |
2. Vestri | 6 | 4 | 1 | 1 | 8 - 2 | +6 | 13 |
3. Breiðablik | 6 | 4 | 1 | 1 | 11 - 8 | +3 | 13 |
4. KR | 6 | 2 | 4 | 0 | 19 - 11 | +8 | 10 |
5. Valur | 6 | 2 | 3 | 1 | 14 - 10 | +4 | 9 |
6. Stjarnan | 6 | 3 | 0 | 3 | 9 - 10 | -1 | 9 |
7. Afturelding | 6 | 2 | 1 | 3 | 4 - 7 | -3 | 7 |
8. ÍBV | 6 | 2 | 1 | 3 | 7 - 11 | -4 | 7 |
9. Fram | 6 | 2 | 0 | 4 | 10 - 11 | -1 | 6 |
10. ÍA | 6 | 2 | 0 | 4 | 6 - 15 | -9 | 6 |
11. FH | 6 | 1 | 1 | 4 | 9 - 11 | -2 | 4 |
12. KA | 6 | 1 | 1 | 4 | 6 - 15 | -9 | 4 |
Athugasemdir