Guðmundur Magnússon (Fram)
Guðmundur Magnússon, fyrirliði Fram, kom inn af bekknum á 66. mínútu gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Þá voru Blikar 2-0 yfir.
Þegar flautað var til leiksloka hafði Guðmundur skorað tvívegis og Framarar fögnuðu fræknum 4-2 endurkomusigri þar sem öll fjögur mörk liðsins komu á rúmlega tíu mínútna kafla.
Þegar flautað var til leiksloka hafði Guðmundur skorað tvívegis og Framarar fögnuðu fræknum 4-2 endurkomusigri þar sem öll fjögur mörk liðsins komu á rúmlega tíu mínútna kafla.
„„Ég ætlaði bara að breyta leiknum og gefa mig allan í þetta. Ég var settur inn til að reyna að breyta þessu og ætlaði bara að gera það. Menn voru ósáttir við fyrri hálfleikinn, vildu taka sig saman í andlitinu og keyra í þetta. Við höfðum engu að tapa í hálfleik. Svo náðum við inn markinu og þá finna menn blóðlyktina," sagði Guðmundur í viðtali við Fótbolta.net.
Guðmundur hefur byrjað fyrstu tvo leikina hjá Fram á bekknum þar sem hann er að stíga upp úr vöðvameiðslum sem hann hlaut á undirbúningstímabilinu. Hans mikilvægi fyrir liðið sýndi sig bersýnilega gegn Breiðabliki.
Seinna mark Guðmundar var hans 40. mark í efstu deild eins og Morgunblaðið tók saman. Þar af eru 36 mörk fyrir Fram og hann er sjötti markahæstur í sögu félagsins í efstu deild. Guðmundur hefur nú alls skorað 98 mörk í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins.
Leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Athugasemdir